- Auglýsing -
Í 21. tölublaði Mannlífs sem kom út 31. Maí birtist ítarlegt viðtal við Nöru Walker, sem nýverið afplánaði fangelsisdóm vegna líkamsárásar gegn þáverandi eiginmanni hennar. Þar lýsti hún meðal annars langvarandi ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu þáverandi eiginmanns síns.
Í viðtalinu lýsir Nara einnig atburðarásinni kvöldið sem árásin varð. Í tilefni af umfjölluninni vill annað tveggja vitna í málinu, íslensk kona, taka fram að hún lýsir sig ósammála frásögn Nöru af umræddu atviki.
Mannlíf vill taka fram að hvorki brotaþoli né önnur vitni í málinu voru nafngreind og að ummæli Nöru er alfarið á hennar ábyrgð. Einnig ber að taka fram að framburður annars vitnis í málinu, bandarísks karlmanns, styður framburð Nöru í málinu.