Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Þetta eru mennirnir sem Vítalía ásakar – Ari í leyfi vegna ásakana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, er kominn í leyfi frá störfum. Stjórnarformaður Ísey staðfestir þetta og segir Ara sjálfan hafa óskað eftir leyfinu. Hún staðfestir jafnframt að leyfið komi til vegna ásakana ungrar konu um að Ari hafi, ásamt nokkrum öðrum mönnum, farið yfir mörk hennar í sumarbústaðaferð. Það er Stundin sem greinir frá þessu í dag.

Vítalía Lazareva birti nafn Ara Edwald og nokkurra annarra manna á Instagram-síðu sinni í október á síðasta ári í tengslum við brot sem hún sagðist hafa orðið fyrir í sumarbústað í desember 2020. Hún kom svo fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og lýsti atburðunum sem áttu sér stað í bústaðnum, án þess þó að nafngreina mennina að nýju. Hún var stödd í sumarbústaðnum með manni sem hún var í ástarsambandi með á þeim tíma. Allir mennirnir sem um ræðir eru töluvert eldri en Vítalía, sem í dag er 24 ára.

Í hlaðvarpsþættinum sagðist Vítalía hafa frosið í aðstæðunum. „Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir,“ sagði hún meðal annars.

Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festar, er annar maður sem Vítalía nafngreindi á Instagram í tengslum við hið meinta brot. Mannlíf hefur ítrekar reynt að ná tali af Þórði vegna málsins, án árangurs.

Hinn þriðji sem Vítalía hefur áður nafngreint er Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Vistor. Ekki hefur heldur náðst í hann þegar fréttin er skrifuð.

Fyrrum ástmaður Vítalíu er Arnar Grant heilsuræktarfrumkvöðull og einkaþjálfari en skjáskot af samskiptum þeirra hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Þá er vinur Arnars sem gekk inn á þau í golfferðinni Logi Bergmann, sjónvarps- og útvarpsmaður, en sá hefur ekki viljað tjá sig síðan í gær.
Þá sagðist hann ekki hafa tíma til þess að ræða málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -