Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Árið 2019 ætla ég að …

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsóknir hafa sýnt að ríflega þriðjungur fólks strengir áramótaheit á hverju ári. Lykillinn að því að standa við áramótaheit er að ætla sér ekki um of, velja sér aðeins eitt eða tvö, og vera búinn að ákveða þau með fyrirvara. Hér eru nokkur góð áramótaheit tengd heilsu til að veita innblástur og vekja til umhugsunar.

Lífsstílsbreytingar

Algengasta áramótaheitið er án efa það að léttast, breyta mataræðinu eða hreyfa sig meira. Það kannski sýnir einna best hversu erfitt er að snúa við blaðinu og lifa heilbrigðara lífi. Vandinn er að fólki hættir til að vilja sjá árangurinn strax og þegar það gerist ekki þá missir það móðinn. Best er að forðast allar skyndilausnir og setja sér hófleg markmið.

Hætta að reykja

Flestir reykingamenn hafa reynt að hætta allavega einu sinni og jafnvel oftar. Margir verða hræddir við að reyna að hætta því þeir óttast það að mistakast enn einu sinni. Staðreyndin er sú að það tekur suma margar tilraunir en það er betra að reyna aftur og mistakast en að reyna ekki. Þú þarft að finna út hver birtingarmynd fíknarinnar er hjá þér og hvaða lausn hentar þér best. Það verður án efa erfitt en verður þess virði til langs tíma litið.

Draga úr streitu

- Auglýsing -

Það er alls ekkert slæmt að vera undir dálitlu aukaálagi öðru hverju, þvert á móti getur það gert okkur afkastameiri og gefið okkur aukna orku. Langtímastreita og álag hefur hins vegar þveröfug áhrif og auka meira að segja líkur á svefnleysi, hjartasjúkdómum, þunglyndi, ofþyngd og fleiru. Langir vinnudagar, ónógur svefn, lítil hreyfing, lélegt mataræði og skortur á samverustundum með fjölskyldu og vinum getur leitt til streituaukningar. Til að snúa niður af vítahringnum sem oft myndast þarf að laga þessi atriði. Gott er að taka eitt skref í einu og stundum þarf hjálp sérfræðinga í lið með sér.

Drekka minna áfengi

Neysla áfengis í miklu magni er heilsuspillandi, hvort sem það er mikið í einu eða lítið og oft. Áfengi hefur áhrif á boðefni í heilanum og getur aukið líkur á minnistapi, þunglyndi og fleiru. Það hefur líka áhrif á aðra starfsemi líkamans eins og hjarta- og æðakerfið og lifrina og svo hafa rannsóknir sýnt tengsl milli ofneyslu áfengis og ýmissa krabbameina; þar á meðal í munni, hálsi, lifur og brjóstum. Það er ekki endilega þörf á að hætta alveg að drekka, nema þú eigir við flóknari vanda að stríða en þú getur ákveðið að drekka aðeins um helgar og þá í hófi eða taka áfengislausan mánuð öðru hverju.

- Auglýsing -

Sofa meira

Flestir vita að góður og endurnærandi svefn er mjög mikilvægur. Á meðan við sofum er gríðarlega margt að gerast í líkama okkar, til dæmis fer fram nauðsynleg endurnýjun og -uppbygging í frumum líkamans. Færri gera sér grein fyrir að ónógur svefn getur aukið líkurnar á lífsstílssjúkdómum á borð við yfirþyngd og sykursýki 2. Svefn er líka mikilvægur þegar kemur að því að öðlast minningar og styrkja minnið því það á sér stað svokölluð þjöppun í minni okkar á meðan við sofum. Þannig að við ættum öll að fara snemma upp í endrum og sinnum á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -