Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Maðurinn sem myrtur var í Rauðagerði borinn til grafar á morgun: „Ástkær eiginmaður og faðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Armando Beqiri, sem myrtur var á hrottalegan hátt fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði um miðjan febrúar, verður jarðsunginn á morgun. Eiginkona hans, Þóranna Helga Gunnarsdóttir, tilkynnir útförina í dag með eftirfarandi kveðju:

„Ástkær eiginmaður og faðir, Armando Beqirai, lést sunnudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 5. mars klukkan 15.“

Undir tilkynninguna ritar Þóranna og ungur sonur þeirra sem er aðeins 16 mánaða gamall og mun alast upp án föður síns. Þá er Þóranna er gengin 26 vikur með annað barn þeirra og hefur hún vitanlega verið yfirbuguð af sörg eftir að Armando var skotinn fyrir bana fyrir framan heimili þeirra.

Aftaka var framin við Rauðagerði um miðnætti sunnudaginn 14. febrúar. Ungur maður á fertugsaldri var tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014, lærði tungumálið, kynntist konu og giftist, eignaðist barn og átti von á öðru kríli í fangið örfáum mánuðum síðar, eiginmaður, faðir og fyrirtækjaeigandi í Gerðunum.

 

Margir heimildarmenn Mannlífs bera Armando vel söguna. Hann hafi verið reglusamur fjölskyldumaður sem rak lengi fyrirtæki við góðan orðstír. Ljóst er að hans verður sárt saknað af fjölda manns. Armando Beqiri var Íslendingur og stoltur af því.

Heimildarmenn Mannlífs segja hann hafa verið vel liðinn í starfi sem krefst lagni í samskiptum og þekktur fyrir að stofna til friðar ef deilur komu upp. Þeir sem Mannlíf hefur rætt við eru bæði albanskir og svo Íslendingar.

- Auglýsing -

Líkt og kemur fram að ofan var Armando vinsæll. Hann var reglusamur og rak rak um tíma lífvarðaþjónustu en stofnaði svo fyrirtækið Top Guard og sá um dyravarðaþjónustu fyrir fjölmarga skemmtistaði í miðborginni.

Athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hann úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Hann hafði áður setið í tveggja vikna gærsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á hinu hrottalega morði á Armando í Rauðagerði.

- Auglýsing -

Armando virtist hafa komið ár sinni vel fyrir borð og hann kunni íslensku. Stoltur kaus hann svo í fyrsta sinn á lífsleiðinni er hann stakk kjörseðli í kassann í þingkosningum hér á landi. Armando var líka harður stuðningsmaður íslenska landsliðsins.

Morðið við Rauðagerði

Skömmu fyrir miðnætti lagði Armando bíl sínum inn í bílskúr og á sömu stundu og hann var að ganga að útidyrunum er talið að bíl hafi verið ekið framhjá húsinu og þaðan hafi hverju byssuskotinu á fætur öðru verið hleypt af. Samkvæmt heimildum Mannlífs hæfðu kúlurnar Armando í bak, háls og höfuð en aðrar misstu marks. Á vettvangi fannst Armando liggjandi í blóði sínu og var reynt endurlífgun og hann fluttur á spítala.

Armando komst aldrei til meðvitundar og var hann úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu eftir komu þangað.

Armando við Barnafossa

Til Íslands á jólunum

Málið er allt hið sorglegasta, Armando átti 16 mánaða dreng. Þóranna ber barn undir belti og á von á sér eftir nokkra mánuði.

Armando var albanskur að uppruna og var fyrst talað um að einn útlendingur hefði skotið annan. Það er ekki svo einfalt. Armando kom til Grikklands haustið 2012. Rétt rúmum tveimur árum síðar, á annan í jólum, lendir hann á Íslandi. Tók hann strax ástfóstri við land og þjóð. Á samfélagsmiðlum segist Armando tala þrjú tungumál, albönsku, grísku og ensku. Samkvæmt heimildum Mannlífs var hann fljótur að ná tökum á einu erfiðasta máli veraldar, íslensku. Þá segja heimildarmenn Mannlífs að hann hafi verið vel liðinn af mörgum.

Kynnist konu og tekur ástfóstri við landið

Árið 2015 kynntist Armando og Þóranna. Einn stærsti dagurinn í hans lífi var þegar Armando var veittur ríkisborgararéttur. Þá var hann montinn með sig, sem von er. Armando fylltist stolti að kjósa í fyrsta sinn á ævinni og hafði áhrif á þingkosningarnar ásamt öðrum Íslendingum.

Einn stærsti dagurinn í hans lífi var þegar Armando var veittur ríkisborgararéttur.

Til merkis um ást hans á Íslandi, þá var Armando gallharður stuðningsmaður Íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Fylgdi hann liðinu til Rússlands á heimsmeistaramótið og stoltið leynir sér ekki á einni myndinni þar sem Armando er í íslensku landsliðstreyjunni.

Vinamargur fyrirtækjaeigandi

Tekið skal fram að ekki er ætlun Mannlífs að setja geislabaug á nokkurn er tengist þessum sorglega og ömurlega harmleik við Rauðagerði eða draga upp myrkari hlið af þeim sem eru til umfjöllunar. Það er hins vegar staðreynd að ungur faðir sem var í metum hjá mörgum var myrtur á hrottafenginn hátt og eftir situr fjölskylda í sárum

Nokkrir heimildarmanna Mannlífs bera Armando vel söguna. Hann hafi verið reglusamur og vart sést á honum vín. Þá er Armando sagður vinamargur og í fjölmennum vinahópi er nú stórt skarð sem aldrei verði fylgt.

Armando var einn eiganda fyrirtækis sem sérhæfði sig í öryggisgæslu og dyravörslu. Ekki verður fullyrt um það í þessari umfjöllun en fyrirtækið hefur að sögn heimildarmanna, vaxið hratt og gengið vel.

Blessuð sé minning Armando.

Armando sem lést við Rauðagerði fyrir utan hús sitt var ungur. Þóranna hefur misst ástina sína. Tvo ung börn, annað ófætt, fá aldrei að kynnast föður sínum. Þjóðin upplifir öryggisleysi sem er hjóm eitt miðað við það sem aðstandendur unga fjölskylduföðurins hafa gengið í gegnum síðustu vikur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -