Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ármann blæs á sögusagnirnar: „Ég er ekki á leiðinni út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjararstjóri í Kópavogi, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á útleið sem bæjarstjóri. Í samtali við Mannlíf segist hann ekkert skilja í fréttaflutningi fjölmiðla af málinu.

Fréttablaðið sló upp frétt þess efnis í blaðinu fyrir tæpri viku síðan að Ármann Kr. Ólafsson væri að fara að hætta. Þar var ágreiningur innan raða Sjálfstæðismanna í Kópavogi sagður geta leitt til þess að Ármann myndi láta af störfum sem bæjarstjóri og ástæðurnar raktar til meints trúnaðarbrests og misjafnra skoðana sjálfstæðismanna á samstarfsflokki í bæjarstjórn.

Hélt blaðið því fram að meintur trúnaðarbrestur hafi átti sér stað fyrir rúmum mánuði þegar Hjördís Ýr Johnsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, átti að hafa lekið trúnaðarupplýsingum í Theodóru S. Þorsteinsdóttur, fulltrúa Viðreisnar. VarTheódóra sögð hafa látið Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúa Framsóknar, í té upplýsingarnar og átti hann að hafa greint öðrum bæjarfulltrúum frá þeim. Eftir því sem blaðið komst næst snérist málið um Sorpu þar sem Birkir Jón er stjórnarformaður.

„Ég skil hvorki upp né niður í þeim fréttaflutningi. Það er nákvæmlega ekkert til í þessu.“

Frekari upplýsingar hafði blaðið ekki um hinn meinta trúnaðarbrest en hélt því fram að hann hafi kynt undir ófrið sem þegar ríkti innan bæjarstjórnarinnar og mætti rekja til ágreinings sjálfstæðismanna um samstarfsflokk í bæjarstjórn í bæjarstjórnarkosningum fyrir tveimur árum. Ármann bæjarstjóri var sagður hafa viljað mynda bæjarstjórn með sameinuðum lista Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, og notið stuðnings Hjördísar. Sjálfstæðismennirnir Karen Elísabet Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal og Margrét Friðriksdóttir voru hins vegar sögð hafa staðið í vegi fyrir því að svo yrði, þeim hafi ekki hugnast samstarf við Theódóru. Var Ármann sagður eiga erfitt með að fyrirgefa þessi mótstaða.

Þá var valdabarátta Ármanns og Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra á sínum tíma sögð vera önnur ástæða fyrir hinum meinta ágreiningi innan raða sjálfstæðismanna. Hélt blaðið því fram að flokkurinn væri þegar farinn að líta í kringum sig eftir nýjum leiðtoga til að stýra flokknum í Kópavogi, þótt kjörtímabilið sé aðeins hálfnað.

Í samtali við Mannlíf blæs Ármann hins vegar alfarið á þær sögusagnir að ósætti sé innan bæjarstjórnarinnar. Hann vísar því einnig á bug að hann sé á útleið sem bæjarstjóri. „Ég skil hvorki upp né niður í þeim fréttaflutningi. Það er nákvæmlega ekkert til í þessu. Það gengur allt mjög vel í Kópavogi og það hefur aldrei hvarlað að mér að hætta. Ég er ekki á leiðinni út.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -