Laugardagur 28. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Arnaldur er bjartsýnn varðandi framtíð íslenskunnar: „Ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er einn allra vinsælasti rithöfund Íslands, Arnaldur Indriðason. Ku hann hafa fæðst á þessum drottins dýrðardegi árið 1961.

Arnaldur er með afkastamestu rithöfundum Íslands en hann hefur gefið út skáldsögu á hverju einasta ári frá árinu 1997 er fyrsta bók hans, Synir duftsins kom út. Hann hefur oftar en ekki trónað efst á metsölulistum Íslands og hefur hann einnig slegið í gegn í útlöndunum.

Erfitt hefur reynst að fá Arnald í viðtöl í gegnum tíðina en það tókst þó í nóvember í fyrra en þá spjallaði fréttamaður Stöðvar 2 við hann í tilefni Dags íslenskrar tungu. Var hann spurður um framtíð íslenskunar.

„Það er verið að tala um að íslenskan sé í mikilli hættu og að hún verði jafnvel ekki til eftir 100 ár. En ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“

Mannlíf sendir Arnaldi innilegar afmæliskveðjur!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -