Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Arnar Grant gerði upp Pottamál Vítalíu í leyniviðtalinu við Loga: „Hún misnotar MeToo-byltinguna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„En hún misnotar MeToobyltinguna, sem er svo mikil afturför fyrir þetta starf sem MeToo hefur gert. Þegar konur eru svo farnar að misnota þetta og ganga svo fram til að hefna sín. Það er svo rosalega ljótt að gera þetta. Ef að fólk vissi að á sama tíma og hún er að gera þetta er hún að biðja um peninga,“ sagði Arnar Grant í símtali sem Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður átti við hann og hljóðritaði leynilega skömmu eftir að Vítalía Lazereva kom fram í viðtali við Eddu Falak og sagði að Logi hefði áreytt sig kynferðislega samkvæmt fyrirmælum Arnars.

Vítalía og Arnar voru sökuð um fjárkúgun í Pottamálinu.

Eins og farið var í gegnum í fyrri grein Mannlífs breytti Vítalía seinna framburði sínum og sagði að Logi hefði ekkert gert sem hún samþykkti ekki. Þá var hann búinn að missa atvinnu sína og mannorð, eins og hann lýsti því sjálfur. Greinar Mannlífs byggja á símtali Loga og Arnars og öðrum heimildum, bæði munnlegum og skriflegum. Þess á meðal er skrifleg greinargerð Arnars um málsatvik.

Krafan nam 300 milljónum

Logi spurði Arnar út í Pottamálið svokallaða þar sem Vítalía sakaði þrjá þjóðþekkta menn, Þórð Má Jóhannesson, Hreggvið Jónsson og Ara Edwald um að hafa misboðið sér kynferðislega í heitum potti við sumarbústað Þórðar í Skorradal. Áður en Vítalía steig fram í umræddum þætti hafði hún skýrt frá málinu á samfélagsmiðlum með harkalegum hætti. Hún nafngreindi þremenningana í fyrstu en stók síðan nöfn þeirra út. Tilraunir voru gerðar til að  að semja um fjárbætur við þremenningana . Arnar segist vera með á hreinu hvað þar var á seyði.

„Það voru búnar að ganga margar tölur á milli. Ég ákvað meira að segja að skrifa niður til Almars lögfræðings sem sá um þessa samninga,“ segir Arnar. Fram hefur komið að krafan hafi verið 50 milljónir á mann. Heimildir Mannlífs herma að mennirnir hefðu  verið tilbúnir til að greiða 3-4 milljónir til að kaupa sér frið. Sú upphæð er í takti við það sem þekktur knattspyrnumaður greiddi konu sam sakaði hann um áreiti. Vítalíu og Armari þótti upphæðin vera alltof lág og fram kom krafan upp á allt að 150 milljónum króna eftir skatt samanlagt fyrir mennina þrjá. Það var mat þremenninganna að þetta samsvaraði 300 milljónum króna þegar allt var reiknað til.

Þrýstingur vegna Báru

Arnar nefnir í símtalinu aðdragandann að því að Vítalía steig fram í umræddum hlaðvarpsþætti. Blaðamaður Kjarnans hafi verið í sambandi við Vítalíu.

„Þetta var búið að vera í rannsókn hjá henni þarna (Báru) Huldu Beck, þarna blaðamanni. Bára talaði aldrei við mig til að fá aðra hlið á þessu. Vítalía var í miklum samskiptum við hana en vildi ekki fara í faglegt viðtal út af þessu en ákvað að misnota MeToo-byltinguna og fara í viðtal við Eddu, bara til að skemma sem mest,“ segir Arnar. Bára Huld hafði sjálf gengið í gegnum áreyti þar sem hluthafi Kjarnans, Ágúst Ólafur Ágústsson átti í hlut. Það þótti tilvalið að láta það berast að Bára væri að rannsaka málið og skapa þannig þrýsting.

- Auglýsing -

Arnar nefnir dæmi um mann sem hann segir að Vítalía hafi þvíngað til þess að kaupa þögn sína. Þar var þó ekki um að ræða beinharða peninga.

„Nei, hún var að kúga út úr honum að fá frían sumarbústað leigðan og hún hafði tak á honum og ég veit að hún hefur tak á fleiri mönnum,“ svarar hann Loga í símtalinu.

Arnar reifar Pottamálið og segir að þar sé aðeins um að ræða Þórð Má, Dodda, hvað varðar samskipti við Vítalíu.

- Auglýsing -

„Ég fór bara út í pott. Þá var hún búin að setja fæturnar á sér yfir fæturna á Dodda. Gott kemestrí  þarna á milli. Hann fer nátturlega með hana inn í herbergi, að hennar sögn, og er eitthvaö að reyna við hana þar. Ég náttúrlega sá það aldrei,“ segir Arnar.

Vítalía hélt því seinna fram að þremenningarnir hefðu allir misboðið sér með svipuðum hætti þar sem þau voru nakin í pottinum.

Mannorðið mitt er bara ónýtt

Logi segist vera undrandi á því hve ráðalausir þremenningarnir séu með viðbrögð í þessu máli. Arnar á svar við því.

„Já en sko, þeir geta ekkert gert á meðan umræðan er í þessum farveg. Þeir eiga bara ekki möguleika þegar umræðan er svona. Svo er eitt líka. Af hverju ættu þeir að vilja tjá sig um málið þegar eru engar kærur eða neitt?“ spyr Arnar.

Logi bendir á þann skaða sem þeir hafi orðið fyrir.

„Það er náttúrlega búið að eyðileggja mannorð þeirra. Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni. Ég verð að gera eitthvað. Ég verð að koma einhverju frá mér. Ég verð að segja eitthvað. Ég verð að útskýra hvernig þetta er í raun og veru til að fólkið í kringum mig meiki þetta,“ segir Logi í þessu samhengi.

Logi Bergmann Eiðsson

Arnar varar hann við að stíga einhver skref í þá áttina og ráðleggur honum að ræða aðeins við sitt fólk.

„Ef þú gerir það opinberlega þá færðu ennþá meiri skít yfir þig. Það er ekki rétta leiðin eins og staðan er í dag.

Logi spyr hvort Vítalía muni einhvern tímann koma fram og segja sannleikann.

„Nei, hún mun ekki kæra heldur. Hún bara vinnur þetta svona með heift og misnotar þessa MeToo-byltingu sem er rosalega ljótt.

Logi spyr hvort Arnar sé búinn að heyra í Þórði Má, Hreggviði og Ara?

„Nei, ég er ekki búinn að gera það Ég er að fara að hitta Sigga G. (Lögmann) á mánudaginn. Þeir voru búnir að afla sér upplýsingar eitthvað um hana. Svo er ég náttúrlega með fullt af upplýsingum um hana. Við ætlum að sjá hvað við erum með í pokanum. Núna eins og staðan er í dag er ekkert hægt að gera opinberlega,“ segir Arnar.

„Ég er alltaf með símann á mér Logi“

Arnar segist hafa fleiri dæmi um að Vítalía hafi neytt menn til að hlýða sér. Hann nefnir nöfn þekkts lögmanns og kaupsýslumanns sem hún hafi undir hælnum.

„Hún er grjóthörð og það gerir enginn neitt  við hana sem hún vill ekki,“ segir Arnar.

Þegar þeir kveðjast lofar Arnar að vera Loga innan handar.

„Ég er alltaf með símann á mér Logi. Þetta er bara leiðindamál sem ég vil að við leysum eins vel og við getum,“ segir hann að skllnaði og Logi þakkar honum fyrir. Seinna kom á daginn að hann og Vítalía stóðu saman í málinu og Arnar lék tveimur skjöldum.

Vítalía Lazereva vildi ekki tjá sig um málið eða þær ávirðingar sem á hana eru bornar af Arnari. Hún sendi Mannlífi smáskilaboð og krafðist þess að ekki yrðu birtar af henni myndir með umfjölluninni og aðrar myndir af henni yrðu teknar út. Í símtali við hana áréttaði Vítalía að hún hefði engan áhuga á að tjá sig um málin og vísaði til æsku sinnar á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað.

Tímalína Vítalíumála

 

Þriðji og seinasti hluti Vítalíumálsins verður á morgun. Þá verður varpað ljósi á afleiðingar málsins fyrir þá sem komu við sögu. Viðbrögð fólks skoðuð meðan málin voru í hámæli og reynt að nálgast sekt eða sakleysi fólks. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -