Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Arnar lýsir einmanaleikanum sem hrjáði hann í samkomubanninu – „Setti upp gleðigrímuna og lét eins og allt væri í lagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson skrifar um einmanaleika í sinn nýjasta pistil sem hann birtir á Vísi. Hann skrifar um áhrif samkomubannsins á líðan sína.

Hann segir að í fyrstu hafi samkomubannið og aukin heimavera haft lítil áhrif á hann. „En eftir því sem dögunum fjölgaði í þessu ástandi fór ég að finna fyrir tilfinningu. Tilfinningu sem ég kannaðist við, en var samt ekki viss síðan hvenær. Tilfinningin sem ég fann fyrir var einmanaleiki. Hún læddist aftan að mér og á örfáum dögum var hún orðin ansi fyrirferðamikil,“ skrifar Arnar.

Hann segir flesta kannast við þessa tilfinningu en fæsta vilja tala opinskátt um hana. Hann segir ákveðið tabú að vera einmana í samfélagi þar sem allt þýtur áfram á ljóshraða. Hann segir skömm oft fylgja einmanaleika.

„Við skömmumst okkar oftar en ekki fyrir að finna fyrir einmanaleika – okkur líður eins og fólki líki ekki við okkur eða að það sé eitthvað að okkur. Ef við erum einmana hlýtur það að þýða að við eigum ekki nógu marga að eða líf okkar sé ekki nægilega spennandi. Það gerir það svo að verkum að við eigum erfitt með að viðurkenna það fyrir öðrum og jafnvel fyrir okkur sjálfum.“

Arnar segir frá því þegar hann „lenti á vegg“ í byrjun árs 2018. „Allt í einu virkaði ekki að fara að sofa leiður og brotinn og vakna glaður. Allt í einu gat ég ekki haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Allt í einu þurfti ég að horfast í augu við það að manneskjan sem ég hafði keppst við að vera væri ekki raunveruleg. Og það var það sem ég gerði. Ég hélt ekki áfram og horfðist í augu við óttann minn og bauð honum með í ferðalag,“ lýsir hann. Hann segir þetta ferðalag hafa kennt honum mikið, m.a. að þekkja tilfinningar sínar.

Reyndi að ýta tilfinningunni til hliðar

- Auglýsing -

Arnar hefur undanfarið vakið athygli þar sem hann skrifar og talar opinskátt um foreldramissi, m.a. í viðtali við Mannlíf, en hann missti móður sína aðeins ellefu ára gamall. Í nýjasta pistli sínum rifjar hann upp að þegar mamma hans lést hafi einmanaleikinn gert vart við sig.  „Þá dró ég mig til baka, setti upp gleðigrímuna og lét eins og allt væri í lagi. Svipað og ég gerði núna þegar samkomubannið skall á.“

Hann segist hafa gert tilraun til að hætta að vera einmana, en það eina sem gerist þá er að tilfinningin magnast upp að sögn Arnars.

„Þegar ég komst upp úr hjólfarinu áttaði ég mig á því að ég mun alltaf eiga erfitt með það að finna fyrir söknuði og einmanaleika. Þá áttaði ég mig á því að ég væri mannlegur. Þá áttaði ég mig á því hvað ég væri raunverulega kominn langt. Þetta minnti mig aftur á það að ferðalagið mitt endar ekki einhvers staðar og að ég vil ekki að það endi einhvers staðar. Að ég er ekki að leita að einhverri niðurstöðu eða endalausri hamingju.“

- Auglýsing -

Pistil Arnars má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -