- Auglýsing -
Færsla Arnars Marvin Kristjánssonar hefur heldur betur slegið í gegn en þar gerir hann góðlátlegt grín að orðalagi sem finna má á Læknavaktinni.
Læknavaktin fer fram á að gestir þar séu með „andlitsmaska“ en ekki andlitsgrímu líkt og slíkt kallast yfirleitt á íslensku.
Arnar skrifar: „Hata að þurfa að hlaupa alla leiðina heim frá læknavaktinni til þess eins að mjaka á mig andlitsmaska og koma svo aftur! Hvaða rugl reglur eru þetta? Húðin er samt æði.“