Það er allt á fullu hjá Arnari Þór sem fór í ferðalag á Snæfellsnesið með konunni sinni Hrafnhildi Sigurðardóttir um hvítasunnuhelgina.
Þar endurhlóð hann batteríin undir rótum Snæfellsjökuls.
Á Ólafsvík hélt hann góðan fund og hitti gott fólk.
Þau hjónin fóru um Snæfellsnesið og hittu bændurnar á Snorrastöðum. Þar eru kýr, geitur og kindur og halda þau úti kornrækt. Á meðan á heimsókn þeirra stóð fæddist lamb.
Á bakaleiðinni hittu þau á prestinn á Staðarstað, en pabbi Hrafnhildar var í sveit á Staðarstað þar sem að Þorgrímur Þórólfsson var prestur en hann var ömmubróðir Hrafnhildar.
Eftir helgina er Arnar Þór fullur orku og eldmóði, tilbúinn í næstu skref.
Myndirnar tók Håkon Broder Lund.