Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Arnbjörg fer inn í eigið hjarta til að gera sig hamingjusama: „Þá finn ég hugrekki mitt aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef alltaf haft áhuga á heilsu, sérstaklega öllu sem tengist sjálfshjálp og að geta borið ábyrgð á eigin heilsu og hugarástandi. Í fyrsta jógakennaranáminu sem ég sótti kynntist ég gonginu. Ég fylltist þörf fyrir að panta fyrsta gongið fyrir mörgum árum, þegar ég bjó í Kópavogi. Ég upplifði tilgang með það og þá varð ekki aftur snúið og nú, mörgum gongum síðar, ótal gongnemendum síðar, er ég enn að spila og deila því sem ég hef uppgötvað á leiðinni.“

Arnbjörg býr á Akureyri og segist vera mjög venjulegur Íslendingur, móðir, jógaáhugamanneskja, nemi í iðjuþjálfun og hljóðheilari. Hún deilir sinni sögu með Mannlífi.

Slasaðist á ökkla og þurfti að finna sér aðra hreyfingu
„Ég man að hvatinn að fyrsta jógakennaranáminu var að mig langaði til að vita nógu mikið um jóga til að geta stundað það sjálf heima með barnungan son minn. Ég hafði æft körfubolta og orðið fyrir meiðslum á ökkla svo ég þurfti að finna mér hreyfingu sem færi betur með liðina. Jóga smellpassaði við áhugahvata mína og hreyfiþörf heim við. Fljótlega eftir námið fór ég að kenna umtalsvert og þetta varð að starfi starfi.“

Arnbjörg segist mæta þakklæti og einlægni hjá því fólki sem hefur valið að ástunda jóga með henni í gegnum tíðina.

„Það eru þeir eiginleikar sem mér finnst dýrmætir þegar við ferðumst í gegnum hreyfingar, öndun og slökun. Gonghljómarnir vekja oftast forvitni og undrun fólks og á endanum færa þeir þiggjendum djúpa slökun, sumir finna óþol og pirring ef mikil, undirliggjandi streita er í taugakerfinu en eftir samtal, vatnsglas og ca tvo tíma í viðbót er það yfirleitt búið að uppgötva hvernig hljóðheilun virkar og af hverju.“

Tónheilun er það þegar þiggjandi er umlukinn ákveðinni hz-tíðni hverju sinni. Tíðni líkamans verður fyrir áhrifum af tíðni hljóðfæranna, hver fruma víbrar því allur líkaminn er eyra sem nemur hljómana. Þetta hefur einnig djúp og róandi áhrif á hugarástandið (heilabylgjutíðni) og færir líkamanum jafnvægi. Við slökum á og losum streitu.

- Auglýsing -

Þessi iðkun er orðin virkilega vinsæl hér á landi.

Mesta áskorunin
Að upplifa sorg og þungbærar tilfinningar gagnvart því sem ekki er hægt að breyta, er það erfiðasta segir Arnbjörg. Að halda áfram að trúa á sjálfan sig og halda áfram sama hvað aðrir segja og sama hvernig manni  líður, er mesta áskorunin.

„Ég fer inn í eigið hjarta, hugleiði og vitandi að það er ekki annarra að gera mig hamingjusama, það er á mína ábyrgð,“ segir Arnbjörg að henni finnist best að takast á við eigin áskoranir.

- Auglýsing -

„Ef það virkar ekki, fer ég í sjóinn og marínerast þar þangað til ég jarðtengist allnokkuð. Þá finn ég hugrekki mitt aftur.“

Það sem hefur komið henni mest á óvart er „hvað til er margt hjálpsamt og frábært fólk í heiminum. Við höfum alla burði til að búa til sjálfbær samfélög sem börn okkar geta dafnað í þegar fólk byrjar að trúa á sköpunarkraft sinn og breyta lífsstíl sínum.“

Að lokum vill Arnbjörg minna okkur á „að það er miklu meiri kærleikur í heiminum en maður getur ímyndað sér. Ástin sigrar allt.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -