Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Árni Johnsen er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Johnsen, fyrrverandi alþing­ismaður, lést í gær í Vestmannaeyjum eftir langvarandi veikindi. Hann var 79 ára. Með honum er genginn einn litríkasti þingmaður undanfarinna áratuga.

Árni var menntaður sem kennari og starfaði við kennslu framan af starfsævi. Hann var lengi blaðamaður en var fyrst kosinn á þing árið 1983. Hann var afkastamikill rithöfundur og tónlistarmaður og eftir hann liggja fjölmörg verk.

Árni var varaþingmaður á ár­un­um 1988-1991. Hann náði aft­ur kjöri árið 1991 og sat til ársins 2001 þegar hann sagði af sér þingmennsku. Hann fór aft­ur á þing fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Suður­kjör­dæmi 2007 en hætti þing­mennsku 2013. Hann lét sig miklu varða málefni fanga og barðist fyrir endurbótum í fangelsum.

Hann stjórnaði brekku­söng á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga um árabil.

Morgunblaðið segir frá andláti Árna og rekur æviferil hans. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Hall­dóra Fil­ipp­us­dótt­ir. Þau eignuðust son­inn Breka en fyr­ir átti Árni tvær dæt­ur með fyrri eig­in­konu, Mar­gréti Odds­dótt­ur, þær Helgu Brá og Þór­unni Dögg.

For­eldr­ar Árna voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Banda­ríkj­un­um og Ingi­björg Á. Johnsen kaup­kona. Hún gift­ist síðar Bjarn­héðni Elías­syni, skip­stjóra og út­gerðar­manni í Vest­manna­eyj­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -