Launahæsti forstjóri landsins er Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Hann er með tæplega 36 milljónir króna í mánaðarlaun. Það þýðir að hann er með 1,2 milljónir í laun, hvern einasta dag ársins. Ef launin eru skoðuð nánar er Árni Oddur vakinn og sofinn með 40 þúsund krónur á klukkustund, allan sólarhringinn og allt árið um kring. Tekjur hans koma fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Lægstu laun í landinu eru sem nemur 300 þúsund krónum á mánuði. Árni Oddur þénar þannig á við 100 verkamenn.
Næstur í tekjuröð forstjóranna er Árni Harðarson, forstjóri Salt Investment. Hann á taslvert langt í land með að ná launum nafna síns en kmst samt ágætlega af með 26 milljónir króna á mánuði eða sem nemur 870 þúsund krónum á dag, alla daga mánaðarins. Ef miðað er við að hann vinni 10 tíma á dag, fimm daga vikunnar, er tímakaup hans um 160 þúsund krónur.
Þriðji í röð forstjóranna er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Hann er með rétt tæpar 20 milljónir króna í mánaðarlaun eða sem nemur milljón krónur á hvern virkan dag.