Líftæknifyrirtækið Ísteka fordæmir vinnubrögð og aðferðir sem sjást í myndbandi sem alþjóðlegu dýraverndarsamtök AWF/TSP (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) hafa nú birt af blóðtöku fulfylla hryssa á sveitabæ á Íslandi.
Matvælastofnun, MAST, rannsakar nú innihald myndbandsins; segist líta málið afar alvarlegum augum.
Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma en þar sést greinilega að verið er að níðast á hræðilegan hátt á hryssunum; verklagið með þessum hætti stríðir klárlega gegn starfsskilyrðum starfseminnar sem eiga að tryggja velferð hryssnanna.
Það er margt sem vekur athygli í myndbandinu, en einna athygliverðast er að í því sést Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, láta elta dýraverndarsinnanna sem voru á Íslandi að taka upp myndefni af blóðmerahaldi.
Arnþór ræddi við fulltrúa samtakanna til að reyna að stöðva birtingu myndefnisins, en eftirfarandi kemur meðal annars fram í myndbandinu:
„Framkvæmdastjóri Ísteka viðurkennir að hann hafi beðið dýralækni um að elta okkur. Við viljum ekki að myndir séu teknar af starfsemi okkar segir hann.“