Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Aron og Ómar Ingi verða ekki með gegn Brössum: „Ég er bara svolítið blankó, spurningamerki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meiðsli eru að hrjá lykilmenn í íslenska karlalandsliðinu í handbolta nú þegar HM er í fullum gangi.

Nú er komið á daginn að hvorki Ómar Ingi Magnússon né Aron Pálmarsson verða í leikmannahópnum sem mætir Brasilíu á morgun.

Kemur fram á ruv.is að Ómar Ingi er tognaður á þríhöfða, en kappinn segir meiðslin hafa tekið sig upp í fyrstu vörn í tapleiknum gegn Svíum í gær; Ómar Ingi gat ekki kastað og varla sent boltann frá sér og varð því að fara útaf. Hann segist fyrst hafa fundið fyrir meiðslunum í tapleiknum gegn Ungverjum. Þá voru meiðslin mun léttari en þau jukust mikið gegn Svíum verri og hann er ekki viss um hversu langan tíma það mun taka að ná sér á nýjan leik.

Fyrirliði íslenska liðsins, Aron Pálmarsson, gat ekki verið með Íslandi í leiknum gegn Svíum, en Aron glímir við tognun í kálfa. Aron varð fyrst var við meiðsl sín í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum, en hann segist ekki hafa verið að gera neitt sérstakt.

„Ég hef reyndar verið í kálfaveseni síðustu 18 mánuði en er búinn að gera, tel ég, allt sem ég get til þess að koma í veg fyrir þetta. Þannig ég er bara svolítið blankó, spurningamerki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -