Meiðsli eru að hrjá lykilmenn í íslenska karlalandsliðinu í handbolta nú þegar HM er í fullum gangi.
Nú er komið á daginn að hvorki Ómar Ingi Magnússon né Aron Pálmarsson verða í leikmannahópnum sem mætir Brasilíu á morgun.
Kemur fram á ruv.is að Ómar Ingi er tognaður á þríhöfða, en kappinn segir meiðslin hafa tekið sig upp í fyrstu vörn í tapleiknum gegn Svíum í gær; Ómar Ingi gat ekki kastað og varla sent boltann frá sér og varð því að fara útaf. Hann segist fyrst hafa fundið fyrir meiðslunum í tapleiknum gegn Ungverjum. Þá voru meiðslin mun léttari en þau jukust mikið gegn Svíum verri og hann er ekki viss um hversu langan tíma það mun taka að ná sér á nýjan leik.
Fyrirliði íslenska liðsins, Aron Pálmarsson, gat ekki verið með Íslandi í leiknum gegn Svíum, en Aron glímir við tognun í kálfa. Aron varð fyrst var við meiðsl sín í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum, en hann segist ekki hafa verið að gera neitt sérstakt.
„Ég hef reyndar verið í kálfaveseni síðustu 18 mánuði en er búinn að gera, tel ég, allt sem ég get til þess að koma í veg fyrir þetta. Þannig ég er bara svolítið blankó, spurningamerki.“