Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi frá því um síðustu aldamót samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar.
Fjallað er um átak til lækkunar svifryks í nýrri ársskýrslu Umhverfisstofnunar. Þar segir stofnunin það keppikefli að mengun í andrúmslofti fari ekki yfir heilsuverndarmörk.
Þrátt fyrir að svifryk hafi farið lækkandi frá aldamótum markar árið 2018 aukningu. Frá árinu 2006 til ársins 2009 lækkaði magn svifryks með hverju ári. Eftir það hóf mengun að stíga með undantekningu árið 2012 þar sem mengun stóð því sem næst í stað milli ársins 2011 og 2012.
Fá árinu 2000 hefur ársmeðaltal svifryks þó verið undir heilsumörkum. Vert er að taka fram að hér er um ársmeðaltal að ræða. Enn eru dagar þar sem svifryk er yfir heilsufarsmörkum til skemmri tíma.
Þegar litir er til Grensásvegs sérstaklega má sjá að meðaltalið á árunum 2002 til 2011 er yfir helsufarsmörkum. Næstu ár á eftir lækkaði mengun nokkuð en hefur tekið að stíga aftur og var árið 2017 í heilsufarsmörkum.