Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Ásdís birtir skilaboð sín við Rikka G og sakar hann um rasisma: „Fyrsta lagi lýgur hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vakti talsverða athygli í vikunni þegar dagskrástjóra FM957 Ríkharð Óskar Guðnason, oftast þekktur sem Rikki G, kvartaði lýsti því yfir að lagið WAP með Cardi B og Megan Thee Stallion væri viðbjóðslegt.

Málið vakti athygli á DV en Rikki G lét orð sín falla í Brennslunni á FM957. „Cardi B er ekki á leiðinni hingað í spilun með þetta lag og ekki líklegt að hún fari með fleiri lög, bara yfir höfuð,“ sagði Rikki G. Sitt sýnist hverjum um lagið því sumum þykir það klámfengið en öðrum valdeflandi og femínískt. RÚV fór rækilega yfir það í vikunni og lagið sagt óður til holdvotra skaut.

Rikki G fékk á baukinn frá mörgum eftir þetta og sumir sökuðu hann um hræsni, hann hafi spilað álíka klámfengin lög sem séu frá sjónarhorni karla en ekki kvenna líkt og nú. Ásdís nokkur segist á Twitter hafa sent honum skilaboð vegna málsins. Hún segist svo ekki alls kosta sátt við svör hans og birtir í heild sinni. Slíkt getur þótt umdeilt.

Rikki segir að málið snúist ekki um femínisma. „Mikið rosalega misskilur fólk. Afhverju er alltaf keppni á milli karla og kvenna? Það kemur málinu nkl ekkert við hvort kona rappi þetta eða karlmaður. Mér finnst lagið mjög sveitt og eiginlega viðbjóðslega leiðinlegt og óviðeigandi. Það væri það líka þótt Eminem og 50 cent myndu rappa það. En að reyna að koma því á mig að sé að niðra konur er ekki svaravert. Kemur kynjum ekkert við. Þetta er bara tónlistin og þetta tiltekna lag sem mér finnst sleezy. Lagið sjálft. Það er engin 10 til 15 ára krakki sem fattar boðskap lagsins. Dóttir mín heyrir bara WAP, whores, nigga, spit in my mouth og ég veit ekki hvað og hvað. Punkturinn minn er… Lagið er hræðilega lélegt og ekki viðeigandi. Ég hef einnig komið í veg fyrir spilun á dónalegum rapplögum eins og Kendrick Lamar, Migos og fleiri karlkynsartistum þar sem textar eru grófir og klámfengnir.“

Ásdís segir þetta ekki góð svör og sakar hann um að ljúga. „Ég sendi honum skilaboð og þetta voru svörin. Fyrsta lagi lýgur hann að hafa aldrei spilað þessa karlmennsrappara og í öðru lagi hendir hann í eitt n-orð. Margar aðrar leiðir til að segja n**** svo ég skilji það án þess að segja það,“ segir hún og bætir við það: „Mörg lög í spilun þar sem þessir “karlmennsrapparar” tala niðrandi um konur og líkama þeirra en go off elskan. Skrýtið point.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -