Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ásgeir brjálaður yfir ákvörðun yfirvalda um takmarkanir á íþróttaiðkun unglinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásgeir Jónsson, matvælafræðingur og starfsmaður við Háskólann í Reykjavík tjáði sig á Facebook-síðu sinni um ákvörðun yfirvalda um takmörkun á íþróttastarfi hjá unglingum. Færslan hefur fengið góðar viðtökur og nú hafa yfir 30 manns deilt henni.

Ásgeiri þykir óásættanlegt að börn að 15 ára aldri fái að æfa sínar íþróttir en einstaklingar á framhaldsskólaaldri fá ekki að æfa.

„Það er ekki hægt að sitja aðgerðarlaus lengur þegar sóttvarnaraðgerðir taka einn hóp, af ósekju, harðar fyrir en alla aðra. Það eru engin haldbær rök fyrir því af hverju 15 ára unglingur má bæði sækja skóla og íþróttir en sá sem er 16, 17, 18 eða 19 má það ekki,“ skrifar hann.

Þá finnst honum ósanngjarnt að einungis þeir sem teljast til „afreksíþróttamanna“ fái að æfa og segir engin rök vera fyrir skilgreiningunni á því hverjir teljast afreksíþróttamenn. Hann segir unglinga sem iðka íþróttirnar sínar svo gott sem atvinnumenn á því stigi þegar þeir spila með efstu deildum.

„Það eru engin rök fyrir því að skilgreina íþróttir þessa aldurshóps ekki sem afreksstarf heldur. Er unglingur sem er í unglingalandsliði í hópíþrótt en leikur með liði í 1-2.deild ekki afreksmaður? Er sá aðili minni afreksmaður en sá sem æfir spretthlaup eða leikur með meistaraflokki í efstu deild?“

Framkoma við þennan aldurshóp óásættanleg

Hann segir allt of langt gengið gagnvart þessum hópi, eða þeim hópi sem eru nú á framhaldsskóla aldri.

- Auglýsing -

„Þetta hefur ekkert með sóttvarnarlækni að gera. Hann hefur sinnt, og er að sinna, sínu starfi frábærlega. En að ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið rödd þessa hóps á opinberum vettvangi er óásættanlegt. Ófyrirgefanlegt.“

Íþróttirnar mikilvægur félagslegur þáttur

Mannlíf greindi á dögunum frá brottfalli unglinga úr íþróttum á framhaldsskólaárunum og líðan unglinga á framhaldsskólastigi í COVID. Þar kom fram að foreldrum þætti mikilvægt að æfingar gætu hafist að nýju sem fyrst til að auka félagslega þáttinn hjá þeim hópi og draga úr líkum á því að unglingarnir þeirra hreinlega hætti í íþróttunum sínum. Ásgeir tekur undir með þessum sjónarmiðum.

„Ég hef starfað með þessum aldurshópi nokkuð lengi og þetta er að mínu viti viðkvæmasti hópurinn þegar kemur að brottfalli. Rannsóknir styðja þá ályktun.“

- Auglýsing -

Hann bendir á félagslega þáttinn sem íþróttastarfið getur haft. „Brottfall á þessum árum er ekki bara að hætta eða byrja í íþróttum. Brottfall getur ráðið úrslitum um hvaða leið viðkomandi velur í lífinu. Svo ég tali fyrir sjálfan mig þá leyfi ég mér að fullyrða að íþróttir hafi bjargað mér. 16 ára var ég hættur í íþróttum og hreinlega í tómu rugli,“ skrifar Ásgeir.

Þá segir hann frá mikilvægi góðra þjálfara og að þjálfarinn hans í handbolta þegar hann var unglingur hafi hreinlega bjargað honum með því að hvetja hann til að halda áfram.

„Fyrir utan þau augljósu skaðlegu áhrif sem þetta langvarandi bann hefur á framtíðfólk Íslands í íþróttum. Það er mikilvægara að þessi hópur fái að stunda skóla og íþróttir en að fullorðið fólk fái að fara í ræktina, í sund, í leikhús eða á barinn. Ég hef ekkert á móti þessum hlutum sem ég taldi upp. Það er bara galin forgangsröðun í mínum huga að setja þennan hóp aftan við þessa upptalningu.“

Rökin ekki næg og ábyrgðin er á fullorðna fólkinu 

„Rökin um að það verði aldrei allir sáttir eru heldur ekki nóg. Ekki þegar kemur að þessum aldurshópi. Það er verkefni okkar sem fullorðin eru að taka þessa ójöfnu byrðar á okkar herðar, ekki unglinga. Hvar er ÍSÍ? Hvar er stjórnmálafólkið? Hvar eru heilbrigðisyfirvöld? Hvar er rödd þessa hóps? Þetta er óásættanlegt ástand og það er vel hægt að sinna sóttvörnum án þess að þessi aldurshópur sé í frosti á öllum sviðum,“ skrifar Ásgeir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -