Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Ásgeir heldur enn sambandi við sína gömlu liðsfélaga: „Ekkert til að halda mikið upp á sko“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn allra besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar á afmæli í dag. Ásgeir Sigurvinsson er 67 ára í dag.

Atvinnuferill Ásgeirs spannar 17 ár en Ásgeir fæddist í Vestmannaeyjum og lék með ÍBV 1972 og 1973, 21 leik í 1. deild og skoraði í þeim 7 mörk.

Hann gekk svo til liðs við belgíska 1. deildar félagið Standard Liege um mitt sumar 1973 og náði strax að tryggja sér fastann sess í liðinu. Ásgeir lék með Standard fram á sumarið 1981, og var einn af hornsteinum liðsins. Hann var fyrirliði liðsins um skeið og vann einn bikarmeistaratitil með félaginu.

Sumarið 1981 gekk hann til liðs við þýska stórveldið Bayern München. Með liðinu léku nokkrir af Evrópumeisturum Vestur-Þýskalands 1980 og fékk Ásgeir fá tækifæri.

Sumarið 1982 gekk hann svo til liðs við þýska félagið Stuttgart og lék með því til loka ferils síns. Ásgeir var lengi fyrirliði Stuttgart og þótti einn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar um margra ára skeið. Leiddi hann Stuttgart til meistaratitils veturinn 1983-1984 og var þá kjörinn besti knattspyrnumaður V-Þýskalands af leikmönnum deildarinnar.

Vorið 1989 lék hann með Stuttgart gegn Napoli í úrslitaleikjum UEFA-bikarkeppninnar, en Napoli stóð uppi sem sigurvegari. Ásgeir lék alls 211 leiki í Bundesligunni og skoraði 39 mörk. Hann lagði skóna á hilluna vorið 1990 og lauk þar með glæsilegum 17 ára ferli hans sem atvinnumanns. Alls lék Ásgeir 45 leiki með íslenska landsliðinu og skoraði 5 mörk. Tvívegis var hann kosinn íþróttamaður ársins, 1974 og 1984. Þá þjálfaði hann Fram eitt sumar og íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í tvö ár. Árið 2015 var hann tekinn inn í heiðurhöll ÍSÍ.

- Auglýsing -

Þessar upplýsingar eru frá fotbolti.net.

Mannlíf hringdi í Ásgeir og spurði hann út í afmælið, hvort hann ætlaði að halda upp á það.

„Nei,“ sagði Ásgeir og hló. „Þetta er ekkert stórmál. Eflaust verður einhver kaka en þetta er nú ekkert til að halda mikið upp á sko.“

- Auglýsing -

Framundan hjá Ásgeiri eru utanlandsferðir. „Ég býst nú frekar við því að fara utan í sumar. Ætli ég fari ekki á mínar gömlu slóðir, í Þýskalandi eða Belgíu.“
Aðspurður hvort hann haldi enn sambandi við sína gömlu liðsfélaga sagði hann „Já, já, ég geri það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -