Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Ásgeir Kolbeins fær á baukinn – Sér fram á dauða veitingastaða – „Að springa úr karlafrekju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er ástand sem enginn ræður við og ekki hægt að setja neinar forsendur. Auðvitað það sem er verst í þessu er að það er alltaf verið að herða meira og meira. Síðan spyr maður sig, hvernig verður þetta tekið af? Þetta er það sem gerir reksturinn alveg hrikalegan erfiðan. Það er ekkert hægt að plana.“

Þetta sagði Ásgeir Kolbeinsson í Morgunútvarpinu á Rás tvö í morgun. Hann rekur veitingastaðinn Punk og segir stöðu veitingamanna skelfilega um þessar mundir. Málflutningur Kolbeins hefur fengið nokkra gagnrýni, til að mynda af Hildi Lilliendahl á Twitter. Mynd af Kolbeini er auk þess í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann virðist bíða í röð í skimun, sá eini ekki með grímu. Mannlífi er ekki kunnugt um aðdraganda myndarinnar né hvort hún sé mögulega samsett, ljóst er þó að fer eins og eldur um sinu.

Í viðtalinu á Rás 2 í morgun sagði Ásgeir að helsta krafa veitingamanna sé að slakað yrði á innheimtu hjá ríki og lífeyrissjóðum. Erfitt sé nú að standa skil á launagreiðslum og því stefni í fjárnám hjá mörgum. „Eina sem gerist í þannig umhverfi er að það eru einhverjir hrægammar sem geta síðan sópað til sín stöðum og fyrirtækjum, bara með því að kaupa upp eitthvað þrotabú sem annars hefði mátt bjarga frá fjölskyldum eða öðrum rekstraraðilum sem hafa staðið að góðum rekstri til margra ára,“ sagði Ásgeir.

Hann sagði enn fremur að veitingastaðir séu oft reknir með það í huga að veturinn verði rólegri. Þá sé þó gert ráð fyrir því að mánuðirnir á undan hafi verið betri. Hann veltir því fyrir sér hvort það sé ekki best að skella í lás.

„Ofan á það að vera ekki með nein úrræði þá er algjörlega verið að keyra í blindni með þetta allt saman. Það liggur við að það væri betra fyrir okkur að loka í staðinn fyrir að sprikla í þessu með svona svakalegar takmarkanir. Tekjuhliðin er algjörlega hrunin en samt er verið að leyfa okkur að halda opnu, til að gera hvað? Ná í einhverjar krónur til þess að segja: Þið eruð með opið og við ætlum ekki að hjálpa ykkur,“ sagði Ásgeir.

Líkt og fyrr segir þá hefur Ásgeir hlotið gagnrýni og skrifaði Hildur Lilliendahl þetta í morgun: „Hlusta á útvarp. Fyrst kemur Ásgeir Kolbeins og nær ekki upp í nefið á sér sér yfir því að þurfa að loka kl. 21. Svo Bjössi í WC sem bauð þríeykinu í heimsókn og þau bara AFÞÖKKUÐU???!!! Gleðilegan föstudag. Förum varlega og munum að það getur verið hættulegt að springa úr karlafrekju.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -