Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
4 C
Reykjavik

Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra. Hún er næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, en Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fyrir stuttu um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir tók tímabundið við sem ráðuneytinu eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars.

Áslaug Arna er fædd 30. nóvember árið 1990, og því rétt 29 ára gömul. Hún settist á Alþingi árið 2016, er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, auk þess sem hún er ritari flokksins.

Áslaug Arna er stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og árið 2017 lauk hún meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -