Áslaug nokkur kom í gær með sláandi færslu inn í hverfahópinn Árbærinn á Facebook. Varar við innbrotsþjófum.
Áslaug kom að ókunnugum manni berandi húsgögn í hennar eigu, út í bíl. „Í dag kom ég að ókunnugum manni sem var að bera út í bíl húsgögn sem ég á. Það var leki í geymslunni og þess vegna var þetta í stigaganginum. Hann sagði að hann héldi að það sem væri “undir stiganum” væri gefins, vildi ekki segja mér hvar hann frétti af þessu og hélt því fram að hurðin hefði verið opin. Hurðin var EKKI opin, ég fór sjálf út og lokaði ca 45 sek áður, sá hann leggja fyrir utan, og sé hann svo bera dótið mitt út þegar ég kem út af bílastæðinu. Er búin að heyra af innbrotum bæði í hús og bíla og vildi vara við.“ Að lokum varar Áslaug við því að hleypa ókunnugu fólki inn, „og verum vakandi, hjálpumst að.“
Viðbrögðin við færslunni létu ekki á sér standa en mikill fjöldi líkaði við færsluna eða setti sjokkeraðan broskall við. Fáir skrifuðu þó athugasemdir en Dagbjört skrifaði þó eina slíka. „Þú átt að tilkynna lögreglu . þú verður að vita hvernig hann komst inn og hver sagði honum frá dótinu . Ekki nóg fyrir hann að biðjast afsökunar.“
Það virðist sem svo að Fossvogurinn sé ekki eina hverfið í Reykjavík sem upplifir innbrotahrinu um þessar mundir.
Sjá einnig: Marín Manda varar við innbrotahrinu í Fossvogi: „Vó, þarf maður að fara fá sér stóran stóran hund?“