Leit að Áslaugu Helgu B. Traustadóttur frá Tálknafirði hefur engan árangur borið. Áslaug Helga fór að heima frá sér á sunnudaginn og hefur því verið týnd í fimm daga.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir henni. Leitað hefur verið í nágrenni Tálknarfjarð en ekki hafa borist neinar vísbendingar um það hvar hana sé að finna. Bifreið hennar fannst en að öðru leyti er ekkert vitað.
Lögreglan biður þá sem séð hafi til Áslaugar síðan á sunnudag eða búi yfir upplýsingum um ferðir hennar að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í gegnum síma Neyðarlínunnar, 112.