Ásmundur Friðriksson alþingismaður hefur fengið 34 milljónir króna frá almenningi vegna aksturskostnaðar frá því hann settist á þing. Akstur hans komst í hámæli á sínum tíma og umdeilt var að innheimt var undir ýmsum kringumstæðum sem ekki þóttu snúast um starf hans. Reglum um akstur þingmanna var breytt í þá veru að þeir voru hvattir til þess að taka bílaleigubíla og fær rök fyrir tilgangi hverrar ferðar. Kjarninn greinir frá því að Ásmundur er enn keyrslukóngur Alþingis. Á árinu 2021 eyddi hann rúmum 2,6 milljónum króna í akstur um Suðurkjördæmi sem er að vísu víðfemt. Enn einu sinni er hann á toppnum sem keyrslukóngur Íslands …