Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, og átti hann sjálfur hugmyndina að stöðunni.
Ásmundur segir að mikið af vinnu hans sé drifiin áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum.
Ásmundur segir að hann hafi lagt sig sérstaklega eftir því að fá að verða barnamálaráðherra meðfram félagsmálaráðuneytinu; Ásmundur var upphaflega félags- og jafnréttismálaráðherra en ákvað í samráði við Katrínu Jakobsdóttur og Sigurð Inga Jóhannssyni að taka fremur titilinn félags- og barnamálaráðherra og færa jafnréttismálin til forsætisráðherrans. Með þessu var markmið Ásmundur að vinna staðfastlega að því að bæta málefni barna frá grunni og upp, frekar en að „slökka elda“ þegar þeir birtust.
Ásmundur ólst upp við óstöðugleika í æsku; gekk í sjö grunnskóla á átta árum, bjó í tveimur löndum og leitaði mikið til afa síns í sveitinni. Hann segir að í dag vildi hann ekki breyta þessu; telur mótlætið í æsku hafa mótað sig sem manneskju sem hefur unnið mikið í sjálfum sér og byggir á þessari reynslu í ráðuneytisvinnu sinni.
Eftir að foreldrar Ásmundar skildu bjó hann hjá mömmu sinni og þau fluttu mjög oft; bæði innan Íslands og að endingu til Noregs. Í mörg ár bjó Ásmundur við óreglu og ofbeldi á heimili, en þegar til Noregs var komið hafði hann ekki lengur bakland til að leita til; fyrir vikið fann hann sér félagsskap sem hefði getað leitt hann á glapstigu og tók hann þá ákvörðun á unglingsárum að flytja aftur heim til Íslands til að búa hjá pabba sínum
Heimild: Hlaðvarpsþátturinn Snæbjörn talar við fólk