Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ásmundur Einar bjó við óreglu og of­beldi á heim­ili sínu í æsku: „Var í slæmum félagsskap“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framsóknarmaðurinn Ásmund­ur Ein­ar Daðason er fyrsti fé­lags- og barna­málaráðherra Íslands, og átti hann sjálfur hug­mynd­ina að stöðunni.

Ásmundur segir að mikið af vinnu hans sé drifiin áfram af eig­in reynslu af flók­inni æsku, en sem barn gekk Ásmund­ur í sjö grunn­skóla á átta árum, í tveim­ur lönd­um.

Ásmund­ur segir að hann hafi lagt sig sér­stak­lega eft­ir því að fá að verða barna­málaráðherra meðfram fé­lags­málaráðuneyt­inu; Ásmundur var upp­haf­lega fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra en ákvað í sam­ráði við Katrínu Jak­obsdóttur og Sig­urð Inga Jóhannssyni að taka frem­ur titil­inn fé­lags- og barna­málaráðherra og færa jafn­rétt­is­mál­in til for­sæt­is­ráðherr­ans. Með þessu var markmið Ásmund­ur að vinna staðfast­lega að því að bæta mál­efni barna frá grunni og upp, frek­ar en að „slökka elda“ þegar þeir birt­ust.

Ásmund­ur ólst upp við óstöðug­leika í æsku; gekk í sjö grunn­skóla á átta árum, bjó í tveim­ur lönd­um og leitaði mikið til afa síns í sveit­inni. Hann segir að í dag vildi hann ekki breyta þessu; tel­ur mót­lætið í æsku hafa mótað sig sem mann­eskju sem hefur unnið mikið í sjálf­um sér og bygg­ir á þess­ari reynslu í ráðuneyt­is­vinnu sinni.

Eft­ir að for­eldr­ar Ásmund­ar skildu bjó hann hjá mömmu sinni og þau fluttu mjög oft; bæði inn­an Íslands og að end­ingu til Nor­egs. Í mörg ár bjó Ásmund­ur við óreglu og of­beldi á heim­ili, en þegar til Nor­egs var komið hafði hann ekki leng­ur bak­land til að leita til; fyr­ir vikið fann hann sér fé­lags­skap sem hefði getað leitt hann á glap­stigu og tók hann þá ákvörðun á unglings­ár­um að flytja aftur heim til Íslands til að búa hjá pabba sín­um

Heimild: Hlaðvarpsþátturinn Snæ­björn tal­ar við fólk

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -