Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Ásókn ferðamanna alþjóðlegt vandamál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásókn ferðamanna í steina og aðrar náttúruminjar er vandamál víðs vegar um heiminn.

Í vikunni var franskt par handtekið á Sardiníu fyrir að taka sand af ströndum eyjunnar, nánar tiltekið 40 kíló sem búið var að tappa á flöskur. Árið 2017 bönnuðu yfirvöld í Sardiníu sandtöku og eru viðurlögin allt að sex ára fangelsi og sekt sem nemur 415 þúsund krónum. Sambærileg lög voru sett á Havaí árið 2013 og til að mynda er bannað að selja sand þaðan á uppboðssíðunni eBay.

Grísk yfirvöld hafa ítrekað reynt að sporna við steinatöku á Lalaria-ströndinni á eyjunni Skiathos. Þar er að finna egglaga steinvölur sem eru einstakar í heiminum og var ásókn ferðamanna í steinana farin að hafa sjáanleg áhrif á ströndina. Kvikmyndin Mama Mia! var tekin upp á Skiathos og við það margfaldaðist ásókn ferðamanna í steinana. Sambærileg lög hafa verið sett víðar um heiminn, meðal annars í Bretlandi, Filippseyjum, Rússlandi, Ástralíu, Kína og á Ítalíu.

Ekki alls fyrir löngu lenti íslensk fjölskylda í vandræðum í Tyrklandi eftir að þau höfðu keypt marmarastein í túristaverslun í Antalya. Ströng viðurlög gilda við smygli á náttúrusteini og fornminjum í Tyrklandi og var fjölskyldufaðirinn látinn sitja í varðhaldi í tæpan mánuð og síðar úrskurðaður í farbann. Hann var loks dæmdur í rúmlega eins árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -