Ásta Hrafnhildur stingur upp á því að aðdáendur IKEA-geitarinnar vakti hana þar sem um lukkudýr Garðbæinga sér að ræða.
IKEA-geitin góða er komin á sinn stað fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er úr strái en undanfarin ár hefur hún orðið brennuvörgum að bráð. Fjölmiðlakonan Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir stingur því upp á að geitin verði vöktuð. Hún birti færslu á Facebook í gær og óskaði eftir viðbrögðum frá áhugasömum.
„Brunavarnarnefnd Gæludýrafélags Ikeavina auglýsir laust starf geitahirðis. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið [email protected],“ skrifaði Ásta.
Spurð út í hvort hún sé mikill aðdáandi IKEA-geitarinnar segir Ásta: „geitin góða er kærkomið lukkudýr Garðbæinga…við eigum ekkert annað. Reykvíkingar eiga Húsdýragarð, Hafnfirðingar áttu Sædýrasafn, Kópavogur er kenndur við dýr…“ segir Ásta sem er Garðbæingur í húð og hár. Hún bætir við: „en í Garðabæ er stærsta kaupfélag landsins, vinsælasti veitingastaðurinn, heitasta húsdýrið og Guðni forseti. Stjörnum prýtt sveitarfélag.“
Mynd af geit / Af Facebook-síðu IKEA