Ástandið á Landspítalanum er allt annað en gott. Sigríður Gunnarsdóttir sem er nú starfandi forstjóri spítalans tjáði sig um ástandið í hádegisfréttum RÚV.
Byrjað er að kalla starfsfólk sem er í sumarfríi til vinnu og fresta orðlofstöku annarra starfsmanna. Starfsfólki spítalans sem er í sóttkví hefur fjölgað ört og því verður að bregðast við með þessum hætti. Einnig fjölgar þeim sem eru í eftirliti á Covid – göngudeildinni á ógnarhraða.
Nú eru níu starfsmenn í einangrun og 22 í sóttkví. „Það er eitthvað um það að við erum farin að kalla fólk úr sumarleyfum og aðrir að fresta töku orlofs, þannig að við bara metum það í hverju tilfelli fyrir sig hvaða viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir Sigríður.