„Ég deili færslu bróður míns.“ Þetta segir Jónas Jónsson: „Er verið að búa til slysagildrur á þjóðvegunum? Við ókum Öxnadalsheiðina seinni part fimmtudagsins var og ég verð að segja að aðstæður á heiðinni voru óboðlegar. Ég varð ekki var við sandinn sem talsmaður Vegagerðarinnar nefnir, hins vegar flutu hjólförin á báðum akreinum í tjöru.
Það sem ég ósjálfrátt gerði, var að fara úr hjólförunum og lengra út á vegöxlina til hægri, þar sem þurrara var og keyra ca. á 60 km. hraða.
Ekki sýndist mér að ökumenn almennt drægju úr ferðahraða, margir fóru fram úr mér. Varúðarskilti eru góð og gild, eins hafði ég heyrt af ástandinu í útvarpi en datt ekki í hug að blæðingin væri svona útbreidd, sem sagt öll heiðin.

Ég vona að aðstæður á heiðinni hafi ekki verið orsök hins hræðilega slyss í gær en verð að spyrja: Hafa erlendir bílstjórar einhverja reynslu af tjörublæðingum? Hafa þeir einhvern tímann séð slík ósköp fyrr?“
Í athugasemdum við færslu Jónasar bróður segist vitni hafa séð trukkinn skauta á veginum áður en hann hentist útaf…. og við munum öll eftir mótorhjólaslysinu á Kjalarnesi!“