Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Ástin kviknaði á Airwaves

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau Ísak Kári Kárason og Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir eru miklir aðdáendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves enda kynntust þau á hátíðinni árið 2014. Þau segja einstakt andrúmsloft einkenna Airwaves.

Ísak Kári og Hekla Dögg kynntust á Iceland Airwaves árið 2014. Mynd / Aðsend

Parið Ísak Kári Kárason og Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir kynntust á tónlistarhátíðinni IIceland Airwaves árið 2014 og hafa farið saman á hátíðina á hverju ári síðan þau kynntust.
„Við kynntumst á Airwaves árið 2014 og hátíðin það árið stendur upp úr hjá okkur báðum. Ástæðan fyrir því er sú að við vorum bæði að fara í fyrsta skiptið og þá er þetta auðvitað allt saman nýtt og spennandi. Þetta árið fórum við á marga eftirminnilega tónleika, eins og bestu FM Belfast-tónleika sem við höfum farið á, mjög sveittir og það var mikið dansað. En við kynntumst á tónleikum með færeysku hljómsveitinni Byrtu. Það var mikið stuð og við eigum enn þá færeyska fánann sem við fengum á þessum tónleikum.“

Síðan árið 2014 hafa þau ekki látið sig vanta á Airwaves. „Nú er það orðin hefð að fara og þetta er alltaf jafngaman, það er einstakt andrúmsloft á Airwaves,“ segir Hekla.
Spurð út í eftirminnilega tónleika á Airwaves í gegnum tíðina segir Ísak: „Future Islands stendur upp úr, Samuel T. Herring söngvarinn, er ólýsanlegur á sviði. Sonics-tónleikarnir í fyrra voru líka sturlaðir þar sem gamlir bílskúrsrokkarar sýndu sannarlega hvað í þeim bjó.“

„Við kynntumst fyrst á tónleikum með færeysku hljómsveitinni Byrta á Boston, svo enduðum við kvöldið í Gamla bíói á Sísíey tónleikum.“

Hekla bætir við: „Svo er alls ekki síðra að sjá íslensku hljómsveitirnar, það er alltaf jafngaman að sjá Sykur, Moses Hightower og Kiasmos sem dæmi. Einnig hafa Pink Street Boys og Dj. flugvél og geimskip komið okkur skemmtilega á óvart.“

Þó að þau Ísak og Hekla séu miklir aðdáendur hátíðarinnar ætla þau að öllum líkindum ekki að fjárfesta í Airwaves-miða þetta árið. „Ótrúlegt en satt ætlum við reyndar líklega ekki í ár. Við þurfum að vera sparsöm því við erum að fara til Rómar í lok mánaðarins. Annars vorum við ekki búin að kynna okkur dagskrána sérstaklega en maður kynnir sér þetta í rauninni minna með hverju árinu og lætur hátíðina koma sér á óvart í staðinn,“ segir Ísak.

Aðalmynd / Florian Trykowski

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -