Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ástin spyr ekki um aldur: Hann er 68 ára og hún 34 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leik- og söngkonan Katharine McPhee trúlofaðist tónlistarmógúlnum David Foster í vikunni, en David bað um hönd hennar á Ítalíu þar sem þau hafa verið á ferðalagi síðustu daga.

Bónorðið átti sér stað á fjallstindi um kvöld undir stjörnubjörtum himni. Þau Katharine og David hafa þá staðfest það að ástin spyr ekki um aldur, en hún er 34 ára og hann 68 ára. Katharine og David hafa lítið viljað tjá sig um sambandið síðasta árið, en við ákváðum að líta yfir ástarsöguna þeirra í hnotskurn.

Nýkomin úr samböndum

Rúmlega ár er síðan ýmsum fór að gruna að Katharine og David væru meira en vinir, en þau hafa þekkst í gegnum tónlistarbransann síðan leik- og söngkonan var 21 árs. Á þeim tíma þegar sögusagnir um sambandið fóru á kreik var David að ganga frá skilnaði við raunveruleikastjörnuna Yolanda Hadid og Katharine að hætta með leikaranum Elyes Gabel eftir tveggja ára samband.

Spennt fyrir stjúpu

Í kjölfar sögusagnanna, sem fóru af stað í maí á seinasta ári, virtist dóttir Davids, Erin, staðfesta sambandið með myndbroti af þeim á Snapchat. Hún sagði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum að hún væri spennt fyrir nýju stjúpmóður sinni.

Gaman saman

Nokkru seinna, eða í september í fyrra, fóru þau David og Katharine saman í galaveislu á vegum Grammy-verðlaunanna þar sem David var heiðraður fyrir starf sitt í tónlistarbransanum. Á næstu tveimur mánuðum sem fylgdu á eftir sáust þau meðal annars saman í Los Angeles að halda uppá 68 ára afmæli Davids og á körfuboltaleik.

- Auglýsing -

Sagði lítið um sambandið

Þegar Katharine var spurð út í samband þeirra í tímaritinu Health í desember í fyrra vildi hún hins vegar ekki gefa mikið upp.

„Mér þykir mjög, mjög vænt um hann og mér finnst hann vera stórkostleg manneskja,” sagði hún um David. „Vissirðu að ég er búin að þekkja hann síðan ég var 21 árs? Hann framleiddi fyrstu smáskífuna mína. Þannig að hann hefur verið mér góður. Fólk getur sagt það sem það vill,” bætti hún við, en mikill aldursmunur parsins var iðulega á milli tannanna á fólki.

- Auglýsing -

Börnin glöð

Í sama mánuði sagði Sara Foster, dóttir Davids, í samtali við Us Weekly að hún og systkini hennar væru hæstánægð með Katharine.

„Við viljum bara einhvern sem kemur vel fram við hann og sem þykir vænt um hann. Ég held að hann hafi fundið þá manneskju núna,” sagði hún.

Stelpan mín

Us Weekly tók viðtal við David á rauða dreglinum í veislu á vegum Grammy í lok janúar síðastliðnum. Hann endaði viðtali á því að afsaka sig og segja:

„Ég þarf að ná í stelpuna mína,” og vísaði þar með til Katharine.

„Ég elska þig”

David og Katharine mættu saman í Met-galaveisluna í maí síðastliðnum og sáust í fyrsta sinn haldast í hendur og staðfesta samband sitt. Um mánuði síðan skrifaði Katharine svo athugasemd við mynd sem David birti af sér sjálfum og skrifaði einfaldlega:

„Svo myndarlegur. Ég elska þig.”

?summer daze!!

A post shared by David Foster (@davidfoster) on

Svo kom að því í þessari viku að fréttir þess efnis að parið væri trúlofað voru staðfestar, en óvíst er hvenær brúðkaupið verður.

?Yup!!

A post shared by David Foster (@davidfoster) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -