Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ástvinir minnast Fjölnis: „Fallegi maður. Heimurinn er fátækari eftir brottför þína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölnir Geir Bragason betur þekktur sem Fjölnir Tattú er látinn aðeins 56 ára að aldri. Fjölnir var einn færasti húð­flúrari landsins sem átti einstakt lífshlaup. Hann var vinamargur og minnast vinir og ættingar hans fallega á samfélagsmiðlum.
Lýsa ástvinir honum sem stórum og hjartahlýjum manni sem verði sárt saknað.
„Sannur íslenskur víkingur, bróðir, vinur – góða ferð til Valhallar“

Egill Örn Rafnsson minnist vinar síns fallega:

„Fallegi maður.

Heimurinn er fátækari eftir brottför þina. En sögurnar, listaverkin og kærleikurinn sem þú skilur eftir þig mun ylja okkur hinum um ókomna tíð. Og þá má heldur ekki gleyma þínum flottu afkomendum.

Eftir að hafa oft horft uppá þig ganga í gegnum byl með bros á vör og á hlýrabol í leðurvesti oftar en ég get talið, ákvað ég að spyrja þig hvort þér væri ekki kallt? Ég stóð dúðaður, hálf-skjálfandi og gat ekki beðið eftir að komast inn í hlýjuna en þú gafst þér tíma til að spjalla eins og alltaf, í vetrar-hlýrabolnum auðvitað.

Þú leist á mig og glottir þínu einstaka glotti á meðan snjórinn safnaðist á hausnum á þér og sagðir ,,það er munur á því að vera kallt og að finna fyrir kulda“

- Auglýsing -

Ég gerði hvað ég gat að hætta að skjálfa en allt kom fyrir ekki. 

Þessi orð þín hafa svo oft farið í gegnum hausinn á mér þegar ég er að vorkenna sjálfum mér í kuldakasti og hafa oft hjálpað.

Þú reyndist mér góður þegar pabbi minn lést. Þú skildir betur en flestir hvað ég var að ganga í gegnum og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklátur. Mér fannst alltaf eins og það væri ekkert sem ekki væri hægt að ræða við þig og það er eiginleiki sem ég hef ekki kynnst í öllum. 

- Auglýsing -

Ég votta fjölskyldu og vinum mína allra dýpstu samúð.

Takk fyrir mig Fjölnir Geir Bragason og ég bið að heilsa í Höllina

Haaarrrrrrr!“

Fjölmargir lýsa því hve yndislegur maður Fjölnir var. Fann fólk hlýju öryggi í návist hans og hafði hann einstakt lag á að gleðja ásvini sína og snerti hjörtu margra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -