Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Átakafundur Reita – Hluthafar reiðir og lásu stjórnendum pistilinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hluthafar fasteignafélagsins Reita tókust á á hlutafundi félagsins sem haldinn var í dag á Hótel Hilton. Á fundinum lagði stjórn fyrirtækisins fram tillögu um heimild til þess að auka hlutafé Reita um allt að 120 milljónir hluta. Tillagan var samþykkt en upphaflega hafði stjórn Reita hug á því að auka hlutafé um 30 prósent eða 200 milljónir hluta en vegna óánægju hluthafa var fallið frá því. Enn ríkir hinsvegar mikil reiði meðal hluthafa fyrirtækisins sem vilja að stjórn þess minnki útgáfu hlutafjár enn frekar ef ekki á að koma til flótta minni hluthafa.

Óánægðir hluthafar og engin ávöxtun

Óhætt er að segja að á fundinum hafi komið fram skýr óánægja hluthafa með tillögu stjórnar og stjórnhætti félagsins. Baldvin Valtýsson var einn þeirra sem tók til máls og talaði hann fyrir hönd fjárfestingafélagsins Kirkjustígs ehf.

Samkvæmt heimildum Mannlífs sagðist Baldvin ekki geta orða bundist vegna óánægju sinnar og stjórnhátta fyrirtækisins. Hann sagði tillögu stjórnar Reita skaða almenna hluthafa og að ekki hafi verið gætt hófs eða jafnræðis. „Allur aðdragandi og framkvæmd á þessari aðgerð er til þess fallinn að rýra traust stjórnarinnar á markaði,” sagði Baldvin.

Baldvin sagði ekki nauðsynlegt að ráðast í svo umfangsmikla hlutafjárhækkun og það geti beinlínis skaðað hagsmuni almennra hluthafa. Samkvæmt heimildarmönnum Mannlífs á fundinum bætti hann svo við:

Allir greinendur og markaðsaðilar urðu furðu lostnir enda lækkuðu bréfin strax um rúm 6 prósent. Það fer ekki saman hljóð og mynd.“

- Auglýsing -

Reitir skráðu sig í Kauphöll Íslands í mars árið 2015 og var upphafsgengi fyrirtækisins 63,85 en við lokum markaða stóð gengi Reita í 46,10. Bréf félagsins hafa því lækkað um 28 prósent á þeim fimm árum sem liðin eru frá skráningu.

Meirihluti hluthafa á móti

Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir, tryggingafélög og ýmsir einkafjárfestar voru í hópi þeirra 29 hluthafa sem voru á móti tillögu stjórnar Reita sem samþykkt var á fundinum í dag. Hinsvegar greiddu 21 hluthafi með tillögunni sem var samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða og náðu stórir hluthafar þannig að knýja fram umrædda tillögu. Um 51 prósent hlutafjár er í eigu fimm stærstu hluthafa fyrirtækisins sem eru allir lífeyrissjóðir. „Félagið þarf ekki að fara í hlutafjárútboð þar sem staða félagsins er sterk,“ hafði Baldvin á orði á fundinum.

- Auglýsing -

Kauphöllin rannsakar „þreifingar“ forstjórans

Gustað hefur í kringum Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undanfarið en Mannlíf fjallaði nýlega um „þreifingar“ Guðjóns við stærstu hluthafa fyrirtækisins í aðdraganda umrædds hluthafafundar. Kauphöllin er með málið í skoðun og hefur ekki lokið rannsókn sinni og FME vill ekki tjá sig um málavexti. Samkvæmt heimildum Mannlífs kunna „þreifingar“ forstjórans að hafa valdið ójafnræði meðal fjárfesta á markaði sem gæti varðað við lög um verðbréfaviðskipti. Í þeirri skoðun skiptir máli hvers kyns upplýsingar Guðjóns voru, við hverja hann ræddi og hvort þeir aðilar hafi nýtt sér uppræddar upplýsingar og átt viðskipti með bréf í Reitum eða öðrum fasteignafélögum. Innherjaupplýsingar teljast almennt þær upplýsingar sem hafa verðmótandi áhrif á fyrirtæki á markaði þegar þær eru gerðar opinberar. Hlutabréf í Reitum lækkuðu um 6 prósent við tilkynningu fyrirtækisins um aukningu hlutafjár og höfðu þá fallið um 18 prósent á 30 dögum fyrir umrædda tilkynningu. Viðræður Guðjóns, hvort sem þær voru formlegar eða óformlegar, kunna því að hafa haft áhrif á ákvarðanir fjárfesta á markaði.

Kauphöll Íslands vildi ekki tjá sig um málið í dag þegar eftir því var leitað. Að öðru leyti en því að staðfesta að rannsókn hafi farið fram. Hvort henni væri lokið fékkst ekki upplýst og heldur ekki hvort málið hafi mögulega verið sent áfram til FME.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -