Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Atburðurinn hefur tvístrað fjölskyldunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er engan stuðning að fá frá fjölskyldu minni,“ segir Heiða Þórðardóttir, systir Gísla Þórs Þórarinssonar sem skotinn var af bróður þeirra, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni í Noregi fyrr á þessu ári. Hún segir atburðinn hafa tvístrað fjölskyldunni.

Þrátt fyrir þessa miklu sorg og vanlíðan segist Heiða ekki hafa leitað sér áfallahjálpar eða sálfræðiaðstoðar, hún hafi haldið að hún kæmist í gegnum þetta hjálparlaust. Það hafi sennilega verið ofmat á eigin getu.

„Það er engan stuðning að fá frá fjölskyldu minni,“ segir hún. „En hins vegar hef ég fengið ótrúlegustu hjálp frá alls konar fólki sem jafnvel þekkir mig ekki neitt. Ég er líka mikið í félagsstörfum, er í stjórn stjórnmálaflokks og þar að auki samfrímúrari og þaðan hef ég fengið mestu hjálpina. Þau komu færandi hendi með blóm og fallegar kveðjur og vilja allt fyrir mig gera. En að öðru leyti hef ég ekki fengið neina hjálp.“

Þau fordæma hann öll og sumir hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann á Facebook…

Aðrir í fjölskyldunni hafa tekið harða afstöðu gegn Gunnari og fordæmt hann fyrir verknaðinn, að sögn Heiðu, og atburðurinn hefur tvístrað fjölskyldunni enn frekar.

„Þau fordæma hann öll og sumir hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann á Facebook, meira að segja fólk sem er óvirkir alkóhólistar og ætti að hafa skilning á því að fíkill undir áhrifum alls kyns efna fremur einhvern viðbjóð þegar hann er ekki með sjálfum sér. Mér hafa sárnað þessi ummæli óskaplega. Dómharkan var svo svaðalega mikil án þess að fólk vissi neitt um málið eða tildrög þess. Enginn reyndi að setja sig í spor Gunnars eða reyna að skilja hversu hræðilega illa honum leið eftir að hafa upplifað þessi svik frá konunni sem hann elskaði og bróðurnum sem hann leit á sem besta vin sinn. Mér finnst það ófyrirgefanlegt að dæma svona án þess að hafa neinar forsendur.“

Bræðurnir Gísli og Gunnar með móður sinni en komið hefur fram í fréttum að þau systkinin hafi átt erfitt í æsku vegna alkóhólisma og geðrænna vandamála móður þeirra.

Lík Gísla var flutt heim, sem olli líka átökum innan fjölskyldunnar, og jarðarförin fór fram hér. Heiða segist hafa barist fyrir því að fá hann heim en ýmsir aðrir innan fjölskyldunnar hafi viljað láta brenna líkið í Noregi og flytja öskuna heim til að spara kostnað. Þegar til kom hafi Icelandair flutt hann ókeypis sem hún sé mjög þakklát fyrir, svo þetta hafi ekki snúist um kostnað þegar upp var staðið. Þessi átök hafi hins vegar kostað það að hún hafi ekki treyst sér til að vera við jarðarförina.

„Ég vildi fá hann heim í heilu lagi svo ástvinir hans gætu kvatt hann,“ útskýrir hún. „Ég hafði það í gegn og hann fékk þá jarðarför sem hann hafði óskað eftir, Liverpool-söngurinn You Never Walk Alone var spilaður og fleira. Síðan var hann brenndur að eigin ósk. Ég hins vegar gat alls ekki fengið mig til að fara í jarðarförina, ég hafði bara ekki heilsu í það, var ekkert búin að borða í marga daga, með svimaköst og stöðugt grátandi. Ég komst líka að því að maður sem tengist fjölskyldunni hafði verið að skrifa alls konar óhróður um mig í Facebook-grúppu sem margir vina minna voru í. Ég ætla ekki að gefa þeim orðum líf með því að endurtaka þau en ég gat bara ekki hugsað mér að láta þetta fólk sjá mig brotna saman. Ég kvaddi bróður minn bara ein með sjálfri mér.“

- Auglýsing -

Allt viðtalið við Heiðu, sem birtist fyrst í Mannlífi, má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -