Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ófremdarástand í Sælukoti og starfsmenn endast aðeins nokkra mánuði: „Búið að vera svona í mörg ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Starfsmenn endast oftast þarna í nokkra mánuði og þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ sagði fyrrum starfsmaður leikskólans Sælukots í viðtali við Mannlíf.

Mannlíf ræddi við fyrrverandi starfsmann leikskólans, sá starfsmaður hefur óskað nafnleyndar í tengslum við málið.
Móðir barns sem var við leikskólann hafði sagt frá reynslu sinni af leikskólanum eftir að grunur kom upp um að starfsmaður leikskólans hefði brotið á barni hennar.
Þá taldi móðirin leikskólann hafa brugðist en voru trúnaðarskýrslur barnaverndar sýndar á fundi við foreldraráð.

Mannlíf greindi frá því í gær að starfsmaðurinn hafi sagt starfi sínu við Sælukot lausu og hafi í kjölfarið herjað á borgina í von um að leikskólinn yrði skoðaður.

Starfsmaðurinn segir þá í viðtalinu að hann og fleiri fyrrum starfsmenn leikskólans hafi rætt saman og borið saman bækur sínar. Þá telur starfsmaðurinn leikskólann ekki hafa uppfylla nægilegar kröfur til þess að halda starfseminni gangandi, en meðal annars hafi verið allt of mörg börn á hvern starfsmann.

Þá efast starfsmaðurinn um örvun málþroska barna við leikskólann en er hann gríðarlega mikilvægur þáttur.

„Hver er tungumálakrafa borgarinnar varðandi leikskóla, rekstraraðili talar ekki íslensku og enska er ekki heldur hennar móðurmál og öll samskipti eru mjög flókin‘‘.

- Auglýsing -

Í samtali við Mannlíf staðfesti rekstraraðili og skólastjóri það að fjöldi starfsfólks tali ekki íslensku.

Þá velti fyrrverandi starfsmaðurinn því fyrir sér hvort Reykjavíkurborg sé meðvituð um ástand lóðarinnar.
„Er borgin meðvituð um ástand lóðar leikskólans? Það er bara möl og drulla þarna núna‘‘.

Starfsmaðurinn segist hafa rætt við Kennarasamband Íslands um starfsmannaveltu leikskólans en segir hún starfsmenn yfirleitt endast við leikskólann í nokkra mánuði. Þannig hafi það verið árum saman.
„Er borgin og stéttarfélögin, meðvituð um starfsmannaveltu leikskólans? Starfsmenn endast oftast þarna í nokkra mánuði og þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég er búinn að komast að því,“ sagði starfsmaðurinn.

- Auglýsing -

Telur hann nokkuð ljóst að margt þurfi að skoða. Þá taki aðrir fyrrum starfsmenn undir gagnrýnina.
Starfsmaðurinn hefur ekki bara áhyggjur af starfi leikskólans heldur einnig aðstöðu og fjárveitingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -