Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Átján ára nektardansmær: „Leyfðu þeim að þukla sig að vild, bæði um brjóstin og milli fótanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á tíunda áratuginum átti sér stað bylgja innan skemmtanbransans á Íslandi. Nektardansstaðir nutu mikilla vinsæla og virtist landinn ekki fá nóg. Þegar ásóknin var sem mest voru til dæmis um átta slíkir staðir á höfuðborgarsvæðinu og áttu Akureyringar metið miðað við höfðatölu en þrír staðir voru starfræktir á Akureyri.

Þann 13. mars 1995 birtist grein í Helgarpóstinum. Heimildamaður lýsti fyrir blaðamanni aðbúnaði á starfsaðstæðum kvennanna á nektarsýningu á Café Bóhem.„Stúlkurnar virtust frekar ungar og virtust ekki hafa neina stjórn á neinu. Þær gengu bara þægar á milli manna þegar þær voru orðnar naktar og leyfðu þeim að þukla sig að vild, bæði um brjóstin og milli fótanna.“

Lýsing heimildamannsins líkist einna helst starfsemi vændishúss en í samtali við Helgarpóstinn þvertók framkvæmdastjóri staðarins, Guðjón Sverrisson, fyrir það og sagði það með öllu rangt.

800 króna aðgangseyrir var greiddur til að komast inn á Café Bóhem og þetta umrædda kvöld greinir í fréttinni að um 100 manns hafi verið á staðnum þá lýsti heimildamaðurinn aðstæðum þannig: „Um leið og stúlkurnar, sem virtust mjög ungar, voru orðnar allsnaktar gengu þær á milli manna sem þukluðu þær að vild bæði um brjóstin og milli fótanna og þegar ferðinni var lokið milli ótal karlmanna í salnum klæddi stúlkan sig í nærföt og settist við borð í salnum og fylgdist með hinum þar til röðin kom aftur að henni en staðurinn býður upp á sýningar allt kvöldið með tíu til fimmtán mínútna hléum inn á rnilli.

Heimildamaðurinn sagði í samtali við blaðið að honum hefði verið nóg boðið enda hefði hann fylgst með slíkum sýningum erlendis og þær væru einfaldlega allt annars eðlis en sýningarnar á Café Bóhem. Annar maður sem sá sýninguna á föstudagskvöldið, þegar nokkuð færri voru viðstaddir, sagði í samtali við blaðið að menn hefðu mátt koma við stelpurnar meðan þær gengu um salinn. Einnig hefðu þeir mátt ganga að þeim meðan á dansinum stóð og stinga peningum í sokka eða nærbuxur.“

Nektardansmær stígur fram

- Auglýsing -

Þann 16. mars 1995 eða þremur dögum eftir birtingu fréttar Helgarpóstins birtist hjá sama miðli, nafnlaust viðtal við 18 ára stúlku sem hafði starfað sem dansari á staðnum í tvo mánuði. „Mamma mín og pabbi eru brjáluð út í mig eftir fréttina sem birtist í PÓSTINUM. Þau vissu að ég væri að vinna þarna en ekki hvað ég væri að gera.“

Í viðtalinu útskýrir hún aðstæður og vísar á bug lýsingum heimildamannsins í fyrri frétt: „Það er ekki rétt að við leyfum þeim að þukla okkur að vild. Við látum þá ekkert káfa á okkur. Þeir fá aðeins að koma við brjóstin á okkur, en það telst varla káf. Ef þeir gerast of ágengir er okkur ráðlagt að slá á hendurnar á þeim. Auk þess að sýna eigum við í mesta lagi að setjast til borðs með þeim og athuga hvort þeir bjóði okkur í glas og svoleiðis.“ Stúlkan segir hins vegar ekki nema fáeina karlmenn drukkna og ágenga, og aðeins einu sinni hefði hún þurft að henda karlmanni frá sér, en að öðru leyti gengi þetta vel. „En þetta er ekki draumastarfið og maður fær heldur ekki góðan pening fyrir að vinna þama. Það er bara rétt svo að maður geti lifað af þessu. Það sem bætir þetta þó upp er að stundum fáum við tips sem karlarnir stinga í nærbuxurnar okkar.“ Aðspurð sagði hún íslensku stúlkunar ekki fara úr öllu, bara þá dönsku sem fýrir mánuði bættist í hópinn. Sú væri öllu reyndari en þær og hafi því kennt þeim talsvert. „Við íslensku stelpurnar viljum ekki fá slæmt orð á okkur, því reynum við að sleppa því að fara úr öllu.“ Hún staðfesti það sem fram kom í blaðinu á mánudag að sýningar væru stanslausar allt kvöldið með um það bil korters millibili og að aðeins ein stúlka sýndi í einu.

Úr því þú segir að þetta sé ekki draumastarfið, hvað kom til að þú fórst að starfa sem nektardansmær á Café Bóhem?

- Auglýsing -

„Mér datt þetta bara í hug þegar ég sá þetta auglýst enda hafði ég enga aðra vinnu. Ég tek það fram að ég hef aldrei unnið við svona áður. Ástæðan fyrir því að ég missti vinnuna mína sem ég var áður í var sú að ég datt og brotnaði og þurfti því að vera lengi í gifsi og var þá tilkynnt að ég gæti ekki haldið vinnunni. En um leið og ég fæ aðra vinnu hætti ég hér.“

Lögbann árið 2010

Lögbann var sett á nektardansstaði á Íslandi 1. júlí 2010. RÚV fjallaði um málið:

„Hinsti nektardansinn var stiginn á nektardansstaðnum Vegasi í gær. Lög sem banna nektardans tóku gildi á miðnætti en með þeim falla úr gildi undanþágur til að starfrækja nektardansstaði.

Nektardansstaðir spruttu upp eins og gorkúlur víða um land seint á 10. áratugnum. Á tímabili voru starfræktir 8 slíkir staðir á höfuðborgarsvæðinu, 3 á Akureyri og 1 í Keflavík. Þeim hefur smám saman fækkað. Undanfarin ár hefur þurft að sækja um sérstaka undanþágu frá lögum til að starfrækja slíka staði en frá og með deginum í dag er einfaldlega bannað að gera út á nekt á skemmtistöðum.

Eigendur nektardansstaða hafa margir brugðist við nýju lögunum með því að skipta um starfsemi. Á Vegas er til að mynda verið að umturna öllu. Staðnum verður breytt í bítlabar og þar verða engar fáklæddar meyjar.

Þrátt fyrir lagabreytinguna munu súludanssýningar ekki hverfa með öllu. Dæmi eru um að menn ætli að halda sínu striki með örlitlum breytingum þó.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -