Reykjavíkurborg auglýsti 14. febrúar starf borgarritara laust til umsóknar, en Stefán Eiríksson lét nýlega af störfum og tók við stöðu útvarpsstjóra 1. mars.
Átján sóttu um starf borgarritara, en umsóknarfrestur var til 16. mars.
Umsækjendur um starf borgarritara eru:
Artis Arturs Freimanis – Vélstjóri
Árdís Rut Hlífardótir – Framkvæmdastjóri
Birna Ágústsdóttir – Skrifstofustjóri
Elín Björg Ragnarsdóttir – Verkefnastjóri
Friðjón Már Guðjónsson – Bókhaldsfulltrúi
Guðbjörg Ómarsdóttir – Gæðastjóri
Gunnsteinn R. Ómarsson – Lánastjóri
Hans Benjamínsson – Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
Jón Þór Sturluson – Dósent
Jónas Skúlason – Skrifstofustjóri
Kristín Þorsteinsdóttir – MBA
Margrét Hallgrímsdóttir – Þjóðminjavörður
Óli Örn Eiríksson – Deildarstjóri
Ólöf Hildur Gísladóttir – Lögfræðingur
Salvör Sigríður Jónsdóttir – Félagsliði
Sólveig Dagmar Þórisdóttir – Framkvæmdastjóri
Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir – Lögfræðingur
Þorsteinn Gunnarsson – Sveitarstjóri
Intellecta heldur utan um ráðningarferlið í samvinnu við hæfnisnefnd sem borgarráð skipaði. Hæfnisnefndin er skipuð í samræmi við b. lið 3. gr. reglna um ráðningu borgarráðs í æðstu stjórnendastöður hjá Reykjavíkurborgar, sem eru frá 24. janúar 2019. Hæfnisnefndina skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands.