Alls sóttu átján um starf forstjóra Matvælastofnunar en umsóknarfrestur rann út þann 4. maí 2020. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar nefnd til að meta hæfni umsækjenda.
Listi yfir umsækjendur birtist á vef Stjórnarráðsins, þar segir að nefndin muni meta umsóknir og skila greinargerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þetta eru þau sem sóttu um starfið:
Björgvin Jóhannesson, markaðs- og fjármálastjóri
Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri
Egill Steingrímsson, yfirdýralæknir
Elsa Ingjaldsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri
Helga R. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður
Hildur Kristinsdóttir, gæðastjóri
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Dr. Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri
Dr. Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
Sigurður Eyberg Jóhannsson, verkefnisstjóri
Svavar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og háskólakennari
Dr. Sveinn Margeirsson, sjálfsstætt starfandi ráðgjafi
Sverrir Sigurjónsson, lögmaður
Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
Viktor S. Pálsson, sviðsstjóri
Þorvaldur H. Þórðarson, sviðsstjóri