Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Atli bjargaði á úr dauðagildru meðan lömbin fylgdust með skelfingu lostin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atli Bergmann útivistarmaður var lengst inn á Kjalveg á leið frá Bárðardal til Veiðivatna þegar hann sá heldur ófagra sjón. Þar var ær með tvö lítil lömb að deyja hægfara dauða í kviksyndi. Atli kom henni að sjálfsögðu til bjargar en hann deilir á Facebook-síðu sinni mögnuðum myndum af vettvangi. Ljóst er að þær segja meira en þúsund orð. Óhætt er að segja að framkoma Atla hljóti einróma lof.

Atli segist hafa fundið á sér að eitthvað var ekki í lagi, áður en hann sá hvernig komið var fyrir skepnunni. Atli skrifar: „Lengst inná Kjalveg á leið okkar félaga frá Bárðardal til Veiðivatna var á vegi okkar tvílemb ær og eitthvað varð til þess að ég var á því að eitthvað væri að. Þarna var hún pikkföst í leirdrullu og hefði borið sín bein þar ef við ekki hefðum tekið eftir henni.“

Hann sá ekkert annað í stöðunni en að draga hana með berum höndum upp úr forarpyttinum. „Ég gróf hana upp úr drullunni með berum höndum og náði að losa hana og hálfbárum eða drógum hana svo á þurrt. Síðan nuddaði ég og kom henni á fætur og náði síðan lömbunum úr kviksyndinu líka. Eftir nuddið og tvær sneiðar af þriggja korna súrdeigsbrauði skildum við sátt,“ segir Atli og bætir við að lokum:

„Ps: Be kind“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -