Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í fótbolta er látinn, 62 ára að aldri.
Atli greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli og ræddi hann veikindi sín við fjölmiðla. Þegar hann greindist vildu læknar setja hann á hefðbundinn krabbameinslyf, en Atli kaus að fara óhefðbundnar leiðir og prófaði sig áfram með náttúrulyf.
Í viðtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni í fyrra sagði Atli að erfiðast hefði verið að segja sínum nánustu frá veikindunum og hann ætlaði sínar eigin leiðir til að glíma við þau. Allir hefðu þó virt þá ákvörðun hans.
„Þegar maðurinn með ljáinn kemur ætla ég ekki að lúta höfði, ég ætla að fara beint í andlitið á honum.“
Mannlíf vottar ástvinum Atla samúð vegna fráfalls hans.
Landslið Íslands leikur með sorgarbönd gegn Slóvakíu í kvöld vegna fráfalls Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara.
Atli féll frá í dag eftir hetjulega baráttu við krabbamein. #fyririsland pic.twitter.com/qNipg1LXMm
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2019