Aðalmeðferð í máli leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd hófst í dag klukkan 09:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Atla var sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember 2017 án þess að hann væri upplýstur nákvæmlega um meintar sakir sínar. Þáverandi leikhússtjóra hafði borist kvartanir undan Atla en þeir sem kvörtuðu óskuðu eftir nafleynd. Atli leitaði til Perónuverndar í von um að fá aðgang að upplýsingum um þær kvartanir sem bárust Borgarleikhúsinu.
Persónuvernd úrsskurðaði leikhúsinu í vil. Atli stefndi þá Perónuverd og krefst þess að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi.
Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar í málinu gegn Borgarleikhúsinu, ræddi málið í viðtali við Mannlíf í nóvember í fyrra. Hann sagði einu þolendurnar sem hafi verið nafngreindir í þessu máli vera Atli og fjölskylda hans.
Einar sagði að það sem ekki væri hægt að upplýsa Atla nákvæmlega um málið þá hafi hann ekki fengið tækifæri til tjá sig og verja sig.
„Reglurnar eru þannig að atvinnurekandi sem fær inn á borð til sín kvörtun með því skilyrði að sá sem ber kvörtunina fram vilji njóta nafnleyndar getur ekki tekið kvörtunina lengra. Hann getur auðvitað boðið þeim sem ber kvörtunina fram alls kyns aðstoð og gert allt til að halda utan um þann aðila, en hann getur ekki gert meintan geranda algjörlega réttlausan í ferlinu,“ sagði Einar í samtali við Mannlíf.