Síðasti þátturinn í spennuþáttaröðinni Brot var sýndur á RÚV í gær. Mikil umræða um þættina og söguþráðinni hefur myndast á samfélagsmiðlum. Ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum þá er greinilegt að eitt atriði fléttunnar truflar áhorfendur mikið.
Nú er rétt að vara lesendur við „spoiler“, hér fyrir neðan er ljóstrað upp um hluta söguþráðarins í Brot.
Það sem virðist trufla marga áhorfendur Brots er sú staðreynd að leikarinn góðkunni Sigurður Sigurjónsson leikur vonda kallinn í þáttunum.
„Er samt alveg miður mín að Siggi Sigurjóns skuli leika svona glæpon,“ skrifar einn áhorfandi á Facebook-síðu RÚV.
Dalalífs glaumgosi, Spaugstofupartýpinni, afinn ógurlegi og núna bara allt í einu ómenni. Ég vil Sigga minn aftur! #Brot pic.twitter.com/w9HrYvYeSB
— Maggi Peran (@maggiperan) February 9, 2020
Ég höndla ekki svona Siggi-on-Siggi ofbeldi #brot
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 9, 2020
Það meikar jafn mikinn sens að Siggi Sigurjóns sé vondur kall og að þetta sé hlébarði í leit að antilópu.#brot pic.twitter.com/Fa4N0LBZYh
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) February 9, 2020
Siggi Sigurjóns er of mikið krútt til að vera svona vondur.
— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) February 9, 2020
Ég hélt að hér ríkti þjóðarsátt um að Siggi Sigurjóns væri ALDREI vondi kallinn #brot #þettaerbannað
— Erna Kristín (@ernakrkr) February 9, 2020
Lokaatriði #brot hefði átt að vera Siggi Sigurjóns einangraður í klefa. Gengur í hringi og skiptir á milli karaktera á nokkurra sekúndna fresti.
“Kristján heiti ég… Ólafsson.”
“Mar, mar… bara áttar sig ekki á þessu!”
“I love it“— Árni Helgason (@arnih) February 9, 2020
Hver hefði trúað þessu Siggi Sigurjón einn ástsælasti leikari þjóðarinnar #brot
— Kristinn S Trausta (@Kidditr) February 9, 2020
Àkveðið högg að Svampur Sveinsson sé vondi kallinn….#brot
— Gunnar Ásgeirsson (@gunnaragust79) February 9, 2020
Er þetta maðurinn sem gaf þér örið? Er þetta hann? Ragnar? Er þetta hann? Hey! Hjálpaðu mér að ná honum. Hjálpaðu mér að ná þessu helvíti.#Brot pic.twitter.com/UWTDld87ER
— Grétar Þór (@gretarsigurds) February 9, 2020
Siggi Sigurjóns í #brot er eins og Glanni glæpur á efri árum 👨🏻🧓 pic.twitter.com/TqEt3dc4LN
— Helena G. Guðmundsd. (@HelenaGudrun) February 9, 2020
Steinunn var þó himinlifandi með Sigga í hlutverki illmennis.
Það er geggjað að Siggi Sigurjóns sé illmennið, mjög óvænt #Brot
— Steinunn Vigdís 🦩 (@Silladis) February 9, 2020
Sjá einnig: Fjallar um raðmorðingja sem gengur laus í Reykjavík