Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.
Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.
Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.
Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.
Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.
Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.
Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.
Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.
Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.
Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.