Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Átti að vera í sóttkví en gekk um bæinn og sparkaði í bíla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt er fram kemur í tilkynningu.

Nokkuð var um tilkynningar um hávaða og ónæði í heimahúsum í nótt og fimm voru vistaðir í fangageymslu.

Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi að sparka í bifreiðar í miðbænum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar kom í ljós að maðurinn á að vera í sóttkví og var hann einnig kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Þá fékk lögregla tilkynningu um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki í Garðabæ í nótt. Innbrotsþjófurinn, karlmaður á fertugsaldri, reyndi í fyrstu að fela sig þegar lögreglu bar að garði. Svo reyndi hann að stinga af á hlaupum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -