Björgólfur Thor er á meðal 100 ríkustu íbúa Bretlands og er einnig á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu menn veraldar. Hann hefur búið í London árum saman en fellur niður um eitt sæti á listanum þar í landi og situr í 92. sæti. Á Forbes-listanum er hann í 1.063 sæti en auðævi Björgólfs Thors eru metin á 275 milljarðar króna.
Kaupsýslumaðurinn, sem jafnan er talinn ríkasti einstaklingurinn hér á landi, er eini Íslendingurinn sem nær að vera á meðal þeirra 100 ríkustu í Bretlandi samkvæmt nýlegum listar The Sunday Times. Frá þessu var greint í Kjarnanum.
Mest umsvif Björgólfs Thors eru erlendis en hann hefur líka beitt sér í íslenskum viðskiptum í gegnum fjarfestingafélagið Novator. Það á til dæmis stærstan hlut í fjarskiptafyrirtækinu Nova og fjarmagnaði félagið einnig mikinn taprekstur Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV. Sjálfur neitaði hann aðkomu að útgáfu blaðsins og þurfti úrskurð Samkeppniseftirlitsins til að opinbera aðkomuna.
Sjá meira hér: Björgólfur Thor neitaði aðkomu að DV
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður fékk lánað frá Björgólfi Thor vegna útgáfu DV, í gegnum félagið Dalsdal, og sagði í samtali við Mannlíf það ekki hafa verið neitt leyndarmál. Hann vildi hins vegar ekki greina frá því haustið 2018 og og vildi lítið ræða það fyrir helgi þegar Mannlíf leitaði til hans. Hann hafnar því að hafa verið leppur Björgólfs Thors. „Ég hef aldrei vitað til þess að þeir sem taki lán séu leppar í starfi sínu,“ sagði Sigurður.
Sjá nánar hér: Sigurður G. var ekki leppur Björgólfs Thors