Hinn fjölhæfi og skemmtilegi fjölmiðlamaður, Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö, eins og hann er alltaf kallaður, upplifði mikinn gleðidag í dag ásamt konu sinni Rakel Þormannsdóttur.
Þau fallegu skötuhjúin skírðu nýfæddan son sinn og fékk hann hið gullfallega nafn Matteó Orri Blöndal.
Eins og sést er Auddi í sjöunda, jafnvel áttunda, himni er hann heldur hér á fallega drengnum sínum; brosir allan hringinn þessi skemmtilegi fjölmiðlamaður og landsþekkti grínisti.
„Þessi var skírður í dag,“ segir Auddi og bætir við: „Við reyndum að draga Rakel og Tedda með okkur á myndina án árangurs.“
Mannlíf sendir þessari fallegu fjölskyldu sínar allra bestu hamingjuóskir.