Auðkonan Vilborg Hjaltested auglýsir í annað sinn í Morgunblaðinu í dag þar sem hún gefur til kynna áhættu og ber fram í spurnarformi alvarlegar athugasemdir vegna bólusetninga og krefur sóttvarnalækni að svara opinberlega spurningum sínum. Fyrirsögnin á auglýsingunni er 89 alvarlegar aukaverkanir tilkynntar eftir Covid-bólusetninga (hingað til).
Vilborg, sem kennd er við Vatnsenda, auglýsti nafnlaust í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þá neyddist útgáfa blaðsins til að biðjast afsökunar á því sem margir töldu nafnlausar dylgjur.
Nú er auðkonan undir fullu nafni. Hún spyr um aukaverkanir vegna bólusetninga hjá barnshafandi konum og þá hverjar. Þá vill hún vita hvort barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma fái upplýsingar um áhættu og gagnsemi bólusetninga.
Vilborg spyr hvaða ástæður liggi að baki því að bólusetja börn sem ekki séu í áhættuhópi vegna Covid 19.
Í fjórða lagi vill hún vita hvort skilyrt markaðsleyfi þýði að lyfið sé ekki fullrannsakað.