ORÐRÓMUR Auðkonan Guðbjörg Matthíasdóttir þykir um margt kunnna sitt fag. Hún ræður yfir gríðarlegu viðskiptaveldi með Ísfélagið í Vestmannaeyjum sem miðpunkt. Guðbjörg náði með undarverðum hætti að selja milljarðahlut í Glitni áður en bankinn féll í hruninu.
Undanfarin ár hefur hún verið bakhjarl Morgunblaðsins og aðaleigandi Árvakurs og ekki sparað aurinn. Milljarðar hafa streymt úr sjóðum hennar til útgáfufélagsins.
En nú virðist hafa harðnað í ári hjá Guðbjörgu sem krafði ríkið um fjóra milljarða króna fyrir dómstólum vegna þess að ríkið hafi hlunnfarið fyrirtæki hennar varðandi makrílskvóta. Hún hrökk svo til baka vegna fordæmingar samfélagsins á frekjunni.
[email protected]