Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Auðmenn bíða á bak við tjöldin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umsvifamiklir íslenskir fjárfestar bíða á bak við tjöldin og eru tilbúnir til að stíga fram og veita flugfélaginu Play umtalsverðan fjárstuðning, grípa þannig markaðstækifærið sem fælist í því ef Icelandair endaði alfarið í faðmi ríkisins. Svo herma heimildir Mannlífs sem telja fjárfestana jafnframt líklega til þess að hverfa á braut nái síðarnefnda flugfélagið sér á strik.

Grannt er fylgst með framvindu mála í björgunarferli Icelandair og heyrst hefur að á meðal þeirra sem fylgjast spenntir með séu íslenskir fagfjárfestar. Forsvarsmenn flugfélagsins Bláfugls og Play segja bæði félögin tilbúin til að hefja farþegaflug fari Icelandair í þrot. Á meðan útlit er fyrir að fátt bjargi flugfélaginu annað en ríkisaðstoð og aðkoma lífeyrissjóðanna með almannafé er altalað að fjársterkir aðilar sjái mikil tækifæri í öðrum flugrekstri í samkeppni við ríkisrekið og hægburða Icelandair. Mest er talað um aðkomu fjárfestingafélaganna Novators sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, og Stoða.

Örlögin í höndum flugfreyja?

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugamanna, hefur staðfest að lítið beri á milli í viðræðum við Icelandair og er búist við að samningar við flugmenn takist um helgina. Samkvæmt heimildum Mannlífs kveður samningurinn á um 25% launalækkun flugmanna og hafa þeir gefið eftir frídaga og eru tilbúnir til að auka vinnuframlag.
Enn er allt stál í stál á milli Icelandair og flugfreyja. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru kröfur Icelandair mun vægari en komið hefur fram í fjölmiðlum, eða nokkuð í anda þess sem flugmönnum hefur boðist. Grunnlaun flugfreyja eru þó talsvert lægri en flugmanna.
Þá herma heimildir Mannlífs einnig að stjórn og forstjóri Icelandair hafi nú þegar lækkað laun sín um 30 prósent og allir helstu stjórnendur félagsins um 20 prósent.

Bíða átekta

Svo virðist sem flugfreyjur standi einar eftir gegn Icelandair. Á meðan fylgjast forsvarsmenn Play náið með framgangi mála og náist ekki samningar við flugfreyjur eru þekktir fjárfestar tilbúnir til að stíga fram og veita félaginu umtalsverðan fjárhagsstuðning, grípa þannig markaðstækifærið.

- Auglýsing -

Augljós vandræði Icelandair hafi vakið sterkan áhuga fyrrnefndra fjárfesta á mögulegri aðkomu að fyrirtækinu. Heimildir Mannlífs herma að aðkoma nýrra fjárfesta sé hins vegar ekki tryggð og taki meðal annars mið af framgangi viðræðna við flugfreyjur og hvernig Icelandair takist til við að endurreisa félagið.

Ekki í fyrsta sinn

Ekki í fyrsta sinn Björgólfur Thor hefur áður verið orðaður við flugrekstur því fjallað var um aðkomu hans með lánveitingum til WOW flugfélagsins fallna og að hann hafi verið laus undan þeim lánveitingum eða ábyrgðum við síðasta hlutafjárútboð félagsins. Talsmaður Björgólfs Thors neitaði aftur á móti aðkomunni á sínum tíma. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, vildi hvorki staðfesta né hafna því í samtali við Mannlíf að viðræður við Play flugfélagið hafi átt sér stað um innkomu fjárfestingafélagsins á næstunni. „Við fylgjumst með þessu eins og ýmsu öðru í íslensku viðskiptalífi. Eðli málsins samkvæmt erum við alltaf opnir fyrir tækifærum og hljótum því að fylgjast með þessu.“

- Auglýsing -

Löng flugsaga

Löng flugsaga Stoðir voru reistar á grunni félagsins FL Group sem á sínum tíma var einn stærsti eigandi Icelandair sem nú berst í bökkum, og einnig einn stærsti hluthafi í American Airlines fyrir gjaldþrot félagsins. Stjórnarformaður félagsins er Jón Sigurðsson sem var einnig forstjóri FL Group áður. Meðal annarra fjárfesta Stoða eru Magnús Ármann, Þorsteinn M. Jónsson, oftast kenndur við Kók á Íslandi, og Örvar Kærnested hjá TM sem allir tilheyrðu FL Group áður en félagið fór á hausinn. Það er því ljóst að djúpa vasa og mikla flugsögu er að finna í þessum fjárfestingahópi en Stoðir eru einnig meðal stærstu eigenda Arion banka.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -