Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Auður föst á Spáni eftir að hafa slasast illa: „Ég fæ til skiptis hláturskast og grátkast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auður Huld Gunnarsdóttir er 23 ára gamall dansari. Hún hefur að undanförnu verið búsett í Madríd á Spáni, en er að flytja heim. Vandamálið er að hún fær ekki brottfaraleyfi og situr því föst.

Auður útskrifaðist frá Institude of the Arts í Barselóna síðastliðið vor með áherslu á dans. Í kjölfarið flutti hún til Madríd til að vinna með dansflokknum EBB Junior Dance Company.

Í nóvember varð Auður fyrir óhappi á æfingu þar sem hún hlaut heilahristing og var hún flutt á brott með sjúkrabíl. Eftir slysið fór hún að missa máttinn í líkamanum í tíma og ótíma og þurfti því óhjákvæmilega að draga sig til hlés í dansinum og hvílast til að ná bata.

Auður Huld

Þrátt fyrir að vitni hafi orðið að slysinu vill dansstjóri flokksins af einhverjum ástæðum ekki viðurkenna að það hafi átt sér stað. Hann sýndi því engan skilning að hún þyrfti tíma til að ná heilsu á ný heldur þvert á móti: „Hann hringdi í mömmu og sagði að hún þyrfti að koma út því ég væri orðin eitthvað ímyndunarveik,“ segir Auður.

Eftir áframhaldandi árekstra og samskiptaörðugleika við dansstjóra flokksins tók Auður þá ákvörðun að flytja heim, en kemst nú hvorki lönd né strönd. „Þetta er mjög erfitt, ég fæ til skiptis hláturskast og grátkast yfir þessum aðstæðum sem ég er í,“ segir Auður.

Auður fékk COVID-19 fyrir um fjórum vikum síðan, en hefur náð fullum bata og mælist með mótefni í blóðinu, sem þýðir að hún er ekki smitandi.

- Auglýsing -

Hún þarf að fljúga í gegnum Holland til að komast til Íslands, en þangað fær hún ekki að fara sökum þess að PCR- próf, sem mælir hvort fólk sé með veiruna, reynist enn vera jákvætt hjá henni. Ef viðkomandi getur sýnt fram á að hafa fengið kórónuveiru sjúkdóminn og er með mótefni í blóðinu fá þeir leyfi til að ferðast til Íslands, en ekki virðist vera tekið mark á þeim gögnum í Hollandi.

Auður hefur verið í sambandi við Utanríkisráðuneytið á Íslandi og ræðismann Íslands á Spáni, sem hún segir hafa verið mjög hjálpsöm. Þó er ekki komin lausn á máli hennar, en vonast Auður til þess að komast heim sem fyrst.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -